Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Síða 170
BALDUR HAFSTAÐ
Helga Ögmundardóttir gerir máli Ramsays einnig skil í afar ffóðlegri
MA-ritgerð5 þar sem lýst er samskiptum Vestur-íslendinga og indíána.
Samskiptin voru mikil og margvísleg, einkum í Manitoba, og m.a. var um
allmikla blóðblöndun að ræða. Hér með vísast tíl ritgerðar Helgu og
nákvæmrar heimildaskrár; m.a. nýtir hún sér sögur úr verki Magnúsar
Einarssonar, lcelandic-Canadian Oral Nairatives.6
Islensku skáldin vestanhafs bregða upp myndum af samskiptum hvíta
mannsins - þar á meðal íslendinga - og indíána. Þær myndir geta hjálpað
nútímamanni að glöggva sig á mikilvægum atriðum, m.a. óvdrðulegu tah
um indíána, já almermri fyrirlitningu á þeim, en jafnframt t.d. á hug
indíána til hHta mannsins. Einkum verður hér vísað í kveðskap Stephans
G. Stephanssonar, en fyrst skal vikið að Guttormi J. Guttormss}mi. Hann
fæddist vestra aðeins tveimur árum eftir þá atburði sem Anne Br\7don
gerir að umtalsefni - og á sömu slóðum. 11 jóðabá 1 kinum Jóni Austfirðingi
frá árinu 1909 má að vísu greina spennu milli innfæddra og Islendinga
við upphaf landnámsins. Rauðskinnar sjást við Wmnipegvatnið vestan-
vert þegar Islendinga ber þar að á kugg sínum, og þeir reyna að ýta
þessum nýju gestum frá landi við „Víðitangann“. Jón Austfirðingur
XVH. 1975:75-92 (fyrst prentað 1951). í þættinum birtist mtmd af skáldinu við leiði
konu Ramsays í Sandy Bar. Hún lést í bólusóttinni sem herjaði á Nýja Islandi
veturinn eftir umræddan atburð við Islendingafljót. Þá dóu einnig dögur böm
Ramsays, öll nema ein dóttir sem afskræmdist í andliti af völdum veikinnar. Bólu-
sóttin varð til þess að indíánum fækkaði mjög á svæðinu við Islendingafljót. Sjá
einnig Þorstein Þ. Þorsteinsson. Saga Islendinga í Vesturheimi IH. Winnipeg. Þjóð-
ræknisfélag íslendinga í Vesturheimi. 1945, bls. 17-22; Jónas Þór. Icelamkrs in North
America. The First Settlers. Winnipeg. University of Manitoba Press. 2002, bls. 101-
103 og Guðjón Amgrímsson. Nýja ísland. Orlagasaga vestwfaranna í máli og myndum.
Reykjavík. Mál ogmenning. 1997, bls. 199. Því má bæta hér við að í 6. hluta ljóðabálks
Guttorms, Jón Austfrðingur, missir söguhetjan þrjá S)ni í bólusóttinni miklu. Líklegt
verður að telja að Gunormur hafi hér örlög vinar síns Ramsat’s í huga.
5 Helga Ogmundardóttir. Imyndir, sjálfsmyndir og vald í samskiptum lndíána og Islend-
inga í Vesturheimi 1875-1930. Óprentuð MA-ritgerð í mannffæði við Háskóla
íslands. 2002.
6 Magnús Einarsson. lcelandic-Canadian Oral Nairatives. Ottawa. Canadian Centre
for Folk Culture Studies. Mercury Series Paper 63. Canadian Museum of Civili-
zation. 1985.
Líta má svo á að Guttormur blandi vísvitandi saman í Wæðinu komu Islendinga að
Willow Point („Víðimes") við Gimli haustið 1875 og landnámi nokkurra Islendinga
norðan íslendingafljóts vorið 1876 (um landnámið í Nýja íslandi, sjá Þorstein Þ.
Þorsteinsson. Saga Islendinga í Vesturbeimi IH, bls. 3-55; Jónas Þór. Icelandets in
North America. The First Settleis, bls. 78-145 og Guðjón Amgrímsson. Nýja Island.
Orlagasaga vestuifaranna ímáli og myndum, bls. 134 og 198).
IÓ8