Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 172
BALDUR HAFSTAÐ
Bay félagið var á fallanda fæti vegna ofveiði. Það ffelsi sem indíánar
höfðu haft til búsetu og flutninga var takmarkað og þeir höfðu, hver
ættflokkurinn á fætur öðrum, neyðst til að skrifa undir samninga tið
stjómina í Ottawa og beygja sig undir alls kyns hömlur og þtdnganir. Þeir
höfðu semsagtmátt láta af hendi lönd og réttindi en lítið fengið í staðinn,
nema kannski einhvern stundargróða sem helgaðist að hluta til af ótta
Kanadastjórnar við að Bandaríkjamenn (sem höfðu lengi haft sterka
aðstöðu í Saint Pau 1 -Mi nneapo 1 is) færu að skipta sér af málefnum þama
á sléttunum norðan landamæranna og leggja undir sig landsvæðin þar.
Rétt er að geta þess að innflytjendur á þessu svæði (í Manitoba, Saskatch-
ewan og Alberta) sem fjölgaði allmjög á 9. áratugnum áttu líka í miklum
útistöðum við Kanadastjórnina í Ottawa sem starfaði með hagsmuni
viðskiptajöfra, einkum í Montreal og Toronto, að leiðarljósi; illdeilunum
olli m.a. einokun jámbrautarfélagsins CPR („sípíar“ eins og Stephan G.
kallar það) og afarkostir vegna sölu á hveiti. InnfljTjendurnir áttu því að
einhverju leyti samleið með indíánum og Métis-kynblendingum.
Leiðtogi Métis-manna var hinn nafnkunni Louis Riel sem efnt hafði til
uppþots í Manitoba 1869 en var síðan líflátinn eftir uppþot í Duck Lake
(ekki langt frá Prince Albert í Saskatchewan) og blóðbað í Frog Lake, um
150 km austur af Edmonton þar sem Cree-indíánar risu upp árið 1885
og skutu nokkra embættismenn stjórnarinnar.10
En þó að indíánar og innflytjendur á sléttunum hafi að sumu leyti átt
sameiginlegra hagsmuna að gæta er hitt auðvitað greinilegt að vaxandi
straumur hinna síðarnefhdu ógnaði tilvist hinna fiTrnefndu, þrengdi að
þeim og lífskjömm þeirra. Indíánar verða undirmáls- og minnihluta-
annars vísar hún í handskrifaða blaðið Fjalla Eivind í Pembínasýslu veturinn 1882
þar sem greinilega kemnr fram að vandræði og erjur í samskiptum indíána og
innflytjenda voru alþekkt íyrirbæri á þeim slóðum. (Stephan G. var ritstjóri þessa
merkilega blaðs og setti þar fram margar frjálslyndar hugmyndir, sjá Viðar
Hreinsson. Landneminn mikli. Ævisaga Stepbam G. Stepbamsonar. Fyrra bindi.
Reykjavík. Bjartur. 2002, bls. 233 og áfram). Helga minnist einnig á hinn fræga sigur
indíána á riddarahði G.A. Custers við Little Bighorn (í Suður-Dakóta) árið 1876 (sjá
t.d. Lifandi Vísindi 5 2004, bls. 42-47). Sú orrusta mun hafa átt sinn þátt í neikvæð-
um hug íbúa þessa svæðis til frumbyggjanna og áframhaldandi róstum.
10 Sjá t.d. Donald Swainson. Historical Essays on the Prairie Provinces. The Carleton
Library Number 53. Toronto/Montreal. McClelland and Stewart Limited. 1970;
J.F. Conway. The JVest. The Histoiy of a Region in Confederation. Toronto. James
Lorimer & Company Publishers. 1984; Gerald Friesen. The Canadian Prairies. A
Histoiy. Toronto/London. University of 'loronto Press. 1984. Viðar Hreinsson.
Landneminn mikli, bls. 319.