Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 174
BALDUR HAFSTAÐ
með hrafnsvarta kollinn og brýmar,
með hártog í fléttum og flókum,
í flakandi voðum og brókum.
Stephan talar um að ekki skorti foringja í þennan flokk því fákænska
og vesöld geri fjórða hvem mann að djákna eða fjallkóngi; og fjaðrimar
í hárinu segir Stephan bera þess vott hve vítt hver sé „floginn“ eða
„smoginn“ um völd og stjómartign. Litimir í andliti og fötum minna
Stephan á dyrastaur sem reistur er við rakarabúð. Stúlka í indíánahópn-
um, líklega prestsdóttir, bar hengsli af glertölum og „hrannir af hringum
og glingri / sem hringla á sérhverjtun fingri".
„Annars aumka ég Indíana þó ég geri það glottandi“. Stephan beitti
gjaman þeirri írómsku aðferð að tala um hug sér, tala eins og almanna-
rómur, sbr. orðin um Jón hrak: „Alltaf hafði hann sama sinni / svona að
deyja í ótíðinni“. Undir býr meðaumkvun með ólánsmanninum. Sam-
kvæmt orðum Stephans em indíánar sóðar og hálfgerð sníkjudýr og
jaínframt glysgjamir með afbrigðum. En hér verður að bæta því við að
hann finnur til skyldleika þjóðar sinnar við þá. Hann hugsar til feðra
sinna, fátækra og illa þefjandi; landar okkar vom víst ekki síður en
indíánar sólgnir í mannvirðingar og tritla, og fljótir vom þeir að koma
höndum yfir það sem blotnaði við skipstrand útlendinga.
Reyndar fá fjárglæframenn stórborganna sinn skammt því að prangi
indíánanna lfkir Stephan við gróðabrall þeirra, kaimski einmitt þeirra
sömu fjárglæframanna sem átm þátt í niðurlægingu frumbyggjanna.
Þannig er sagan um indíánaættföðurinn, sem lét lendur og skóga fl,Tir
brennivíns „kvartil“ og hveitilaup, alveg í samræmi við það sem sagn-
fræðingar segja um útsendara Kanadastjómar í Ottawa sem gátu gimit
höfðingja indíánaættbálka til að láta rétt sinn fyrir stundarhagnað. Þetta
þekkti Stephan reyndar frá Islandi:
Einn ái minn óðul vor seldi
við ærsíðu í hungrið sem felldi.
Eins og lauslega var vikið að er í kvæðinu bmgðið upp mynd af indí-
ánastúlku sem enn hefur ekki látið stolt sitt. Andstæða hennar er svo
svanhvít Baldursbrá sem stendur í járnbrautarlestinni, og þær horfast í
augu, báðar með viðlíka háði; sú hvíta að hégómaskrauti þeirrar dökku,
172