Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 178
BALDUR HAFSTAÐ
Týnt og falið fortíð gleymdri er
fóltíð það, sem veiddi og stríddi hér. -
Ut úr röktírrdrögum dánarheima
djúpt um barrskóg, lágt sem hringing veik,
titrar ómun: „Te-ka-hæ-on-weik!“23
meðan furan grær og dal má dreyma.
Þegar tekur að síga á seinni hluta þessa mikla ljóðaflokks \ikur sögunni
að örlögum íslenskunnar. Þetta verður í kjölfar umræðu um eyðingu
„furðuskógarins“ en gróðasjónarmið bjuggu að batí þeirri eyðileggingu.
Skáldið spyr:
Þegar skógur íslenskunnar er
okkar daga líka felldur hér,
uppi í fjallshlíð, fram á strönd, í dalnum:
Mun í rústum runna verða að sjá,
rótum stdðnum gróðursprota ffá,
eins og líf, sem leynist enn með valnum?
Það vekur athygli að Stephan talar hér um val alveg eins og í erindi um
indíána fyrr í kvæðinu. Stephan virðist gera sér grein fyrir að íslenskan
eigi sér ektí framtíð í Vesturheimi fremur en menning indíánanna. Engu
að síður eiga smáþjóðimar erindi og von, það er eins og eitthvað eigi efrir
að rísa úr valnum í báðum tilvikum:
Hann sem mennir mannafæstu þjóð,
menning heimsins þokar ffam á slóð,
sparar hræ og hrösun stærri löndmn.
I þessu kvæði bregður engu glotti fyrir. En eins og vitíð var að er hér
ektí rætt um örlög indíána sérstaklega, heldur öllu fremur um stöðu
manns í fjölþjóðasamhengi. Reyndar er góðlátlegt grín gert að ein-
strengingslegum þjóðarhroka og trúardeilum Vestur-íslendinga, sbr. það
■3 Þetta er nafh skáldkonu af indíánaættum sem dó í Vancouver meðan Stephan var þar.
Ljóðabók hennar, sem Stephani áskotnaðist í ferðinni, hefur haft áhrif á hann, sjá
Andvökur IV, bls. 455 og Viðar Hreinsson. Andvökuskáld. Ævisaga Stepbans G.
Stephanssonar. Síðara bindi. Reykjavík. Bjarmr. 2003, bls. 134-135.
176