Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 182
BALDUR HAFSTAÐ
manni hátt undir höfði. Hann snýr á vissan hátt við blaðinu frá þH sem
má lesa í Sigurði trölla, þeim mikla flokki sem fræðimemi á borð við
Hannes Pétursson og Harald Bessason hafa rýnt í.241 Sigurði trölla beitti
Stephan því sem Haraldur Bessason kallar hverfmgu andstæðna (e. reversal
of opposites)25 og segir mynda áhrifamikirm undirtón í því kvæði, sbr. það
að hin heimatilbúna siðfræði Sigurðar trölla skuli reynast á allan hátt
heilbrigðari en hinar „kristilegu“ hugmyndir klerksins, séra Hannesar.
Það vekur athygh hvað margt er líkt með þessum tveimur stórkvæðum.
Þar nægir að nefna magnaðar náttúrulýsingar og lýsingu á hetjmuú og
búningi hennar; einnig þá sjálfrdljugu ákvörðun að setjast að í óbyggðmn,
og yfirburða röksemdir andspænis hræsni og þröngsýni þeirra sem úr
byggðinni koma; en einkum þó köllun hetjunnar sem felur í sér hvort-
tveggja í senn, umhyggju fyrir „svörtu sauðunum" og liðveislu við þá sem
villast af réttri leið.
Haraldur Bessason gerði þá athugasemd við kvæðið mn Sigurð trölla
að þar mætti greina sitthvað sem minnti á barátm Stephans sjálfs fyrir
bættum heimi og nefndi í því sambandi stofnun menningarfélagsins í
Dakota og þami mótbyr sem það mátti þola af hálfu ráðandi manna
innan íslensku kirkjufélaganna; einnig benti Haraldm á landfræðilega
einangrun Stephans sem hliðstæðu \-ið búsetu Sigurðar trölla inn við
affétt.
Það er dæmi um hinn sívakandi hug Stephans G. og snjalla framsetn-
ingarlausn að láta hvítan klerk fá það mikilvæga hlutverk að vera málsvari
indíána. Hugminn reikan til Stephans sjálfs sem hafði úr emangrun sinni
talað fyrir friði á jörð - fyrir daufum eyrum.
Að Stephan sknli tala gegnmn frjálslyndan klerk sýnir kannski virð-
ingarvott hans í garð fríþenkjandi presta, t.d. únitara; einn þeirra var séra
Rögnvaldm Pétmsson, menningarleiðtogi Islendmga í Wannipeg og
óbilandi stuðningsmaður vinar síns í Markendlle.
Stephan er vægðarlaus í Skógavatni og kveður fast að orði þegar hann
kallar vestræna menn útlendinga sem framið hafi þjóðarmorð á inn-
fæddum. I síðasta hluta Hæðisins er reyndar slegið á léttari strengi,
svona eins og til að skilja ekki við lesanda í myrkrinu. Lýst er viðskiptum
24 Hannes Pétursson. „Sigurður trölli eftir Stephan G.“ Andvari 84.1.1959, bls. 31-43;
Haraldur Bessason. „Himnastiginn og Stephan G.“ Ur manna minnum. Greinar um
íslenskar þjóðsögur. Reykjavík. Heimskringla. Háskólaforlag Aláls og menningar.
2002, bls. 235-253.
25 Haraldur Bessason. „Himnastiginn og Stephan G.“, bls. 243.
l8o