Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 197
Ian Hodder
Kennileg fomleifafræði1
Na£n Ians Hodder, höfnndar greinarinnar sem hér fylgir á eftdr, er í hugum
flestra fomleifaíræðinga svo samtengt síðvirknihyggju (e. post-processualis?n) að
þar er enginn munur á. Ian Hodder er vissulega einn ötulasti og þekktasti tals-
maður kennilegrar fornleifafræði og hefur ásamt löndum sínum, Bretunum
Michael Shanks og Christopher Tilley, verið leiðandi kenningasmiður í forn-
leifaffæði undanfarin 20 ár.
Ian Hodder er fæddur árið 1949. Hann lærði fornleifafræði við Forn-
leifastofhun Lundúnaháskóla og lauk doktorsprófi frá Cambridgeháskóla 1975.
Hann varð prófessor þar 1977 og gegndi því starfi til 1999 þegar hann tók við
prófessorsstöðu við Stanfordháskóla í Kaliforníu en sá skóli hefur á undan-
förnum árum safnað að sér mörgum af helstu fornleifaffæðingum samtímans,
þeirra á meðal áðumefndum Michael Shanks, William Rathje, forystumanni
‘The garbage project’ sem felst í rannsókn á nútímaraslahaugum, og Ian Morris
sem er leiðandi ffæðimaður á sviði klassískrar fornleifafræði.
A áttunda áratugnum vakti Ian Hodder athygli fyrir rannsóknir í aðferðafræði
fomleifaffæðinnar, einkum á dreifingu fornleifa (gripa, staða) með aðferðum
rúmffæði og tölffæði. Aðferðaffæði hefur verið honum hugleikin allan hans feril
og aðferðafræðileg áhersla liggur að baki stærsta rannsóknarverkefiii hans,
uppgreftánum á 9000 ára gömlu nýsteinaldarþorpi í ýiatalhöyuk í Tyrklandi, sem
hófst 1993.2 Hodder er höfundur fjölda greina og bóka en aðalverk hans, eða
a.m.k. það sem mestri útbreiðslu hefur náð og borið nafn hans víðast, er Reading
the Past sem kom út 1986 (ný og mikið endurbætt útgáfa 2003). Reading the Past
1 ,Archaeological theory.“ Birtist í Archaeology: The Widening Debate. Ristj. Barry
Cunhffe, Wendy Davies og Cohn Renffew (Oxford University Press 2002).
2 Um þetta verkefhi, sjá: http://catal.arch.cam.ac.uk/catal/catal.html.
r95