Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 200
IAN HODDER
nauðsynleg leiðrétting við óþarfa öfgar fyrstu kynslóðar tárknihyggjusinna.
Hann hefur notað hugtakið ‘cognitive-processuahsm’ um sína afstöðu: það er
virknihyggja sem tekur mið af mannsandanum og fæst líka við hann sem
fyrirbæri sem þarfnast skýringar. Þó að Ian Hodder kjósi að líta á hugtak Ren-
ffews sem einn af mörgum skólum með jafnan tilverurétt, þá felst í raun ekki
annað í því en svolítið mildari afstaða til þróunar fræðigreinarinnar á síðasta
aldarhelmingi - afstaða sem Hodder sjálfur er á góðri leið með að tileinka sér.
Om' Vésteinsson
Ef litið er yfir kennilega fomleifaffæði síðustu hundrað ára, er næg ástæða
til bjartsýni við upphaf nýrrar þúsaldar. Samanborið við tímabihð í
kringum 1900, er greinilegt að fjölbreytni í kennilegri fomleifaffæði er
mikil um þessar mundir og að tvímælalaus kraffur er í fræðilegri mm'æðu
innan greinarinnar. Hins vegar myndu flestir fomfeifaffæðingar sam-
tímans ömgglega ekki vilja skilgreina sig sem kennilega fomleifafræðinga.
Innan greinarinnar er fólk ennþá niðursokkið í menningarsögulega fram-
vindu, gagnasöfuun og gagnagreiningu, þrátt fyrir að fjöldi bóka, ráðstefna
og fýrirlestra sýni svo ekki verður um villst að fomleifafræðingar era nú,
meir en nokkm sinni fyrr, meðvitaðir um að kenningar em forsenda
gagnasöfnunar, greiningar og röðunar. Eins em menn meðvátaðri nú en
áður um allar þær ólíku kennilegu nálgarúr sem mögulegt er að beita.
Þetta em því spennandi tímar í kennilegri fomleifaffæði. Tímar þar
sem ffæðileg umræða hefur fært út kvíamar. Ég ætla að fjalla hér að
neðan um orsakir þessarar auknu fjölbreymi í kennilegri umræðu en til
að byrja með gæti verið gagnlegt að gera grein fyrir því /hverju öll þessi
fjölbreytm felst. Fyrir utan hina velþekktu meginstrauma í fomleifafræði
tuttugustu aldarinnar, frá menningarsögu til virknihyggju (processual
archaeology) og svo áfram til síðvirknihyggju (post processual archae-
ology), hafa aðrar stefnur komið fram nú nýverið, t.d. þekkingarleg
virknihyggja (cognitive-processual archaeology) (Renfrew 1994),
atferlisfornleifafræði (Schiffer 1995), ný-darwinsk fornleifafræði
(Dunnell 1989) og feminísk fornleifaffæði (Gero & Conkey 1991). Að
sumu leyti er þessi fjölbreytni afleiðing af nánari tengslum fomleifaffæði
við aðrar greinar raun- og hugvísinda. Það er greinilegt að undir lok 20.
aldar hefur kennileg fomleifaffæði náð í skottið á öðrum ffæðigreinum
og er nú virkur þátttakandi í vísindaheimspekilegri tunræðu þvert á múra
198