Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 201
KENNILEG FORNLEIFAFRÆÐI
milli fræðigreina. Þetta er merki um aukinn þroska fornleifafræðinnar en
vaxandi samskipti milli fræðigreina hafa hvarvetna víkkað sjóndeildar-
hringinn og leitt tdl þess að viðtekin sannindi eru léttvæg fundin. Fjöl-
breytnin innan kennilegrar fornleifafræði er í takt við almennar
breytingar innan raunvísinda og hugvísinda, sem verða æ þverfaglegri.
frman fornleifafræði verður niðurstaðan úr slíkri samvinnu á stundum
yfirborðskennd, t.d. þegar miðstöðvarkenningin (Hodder 1972), óreiðu-
kenningin (van der Leeuw & Torrence 1989), hamfarakenningin
(Renfrew & Cooke 1979) eða útgáfa Derrida af póststrúktúralisma
(Bapty & Yates 1990) hafa verið fengnar að láni. I öðrum tilfellum hefur
samvinna við aðrar greinar hins vegar haft varanleg áhrif og leitt til
mikilvægra stefnubreytinga.
Ahrif frá öðrum heimshlutum en Evrópu og Norður-Ameríku hafa
einnig leitt til opnari umræðu innan hug- og félagsvísinda á 20. öld.
Einkum hefur þróun sérstakrar “vestrænnar“ orðræðu eftir nýlendu-
tímann orðið fyrir gagnrýni bæði innan og utan Vesturlanda. “Annars
konar“ viðhorf eru í síauknum mæli tekin góð og gild. Fornleifafræði
varð til sem fræðigrein á 18. og 19. öld innan ramma þjóðríkisins. Við lok
20. aldarinnar er mikið rætt um hnignun þjóðríkisins og þróun hnatt-
rænna efnahags-, félags- og menningartengsla. Fornleifafræðin hefur
orðið að bregðast við þessum breytingum og skilgreina sig upp á nýtt.
Meðal þess sem hefur breyst er almenn viðurkenning á því að vestræn
kennileg umræða í fomleifafræði verður að taka mið af víðara samhengi
(t.d. Ucko 1995).
Lýsing á hinni kennilegu umræðu
Að undanförnu hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að lýsa fjölbreyti-
leikanum í kennilegri fomleifaffæði samtímans (t.d. Johnson 1999,
Whitley 1998, Ucko 1995; Preucel & Hodder 1996). Ein leið til þess er
að skilgreina mismunandi þekkingarfræðilegt samhengi. Preucel (1995)
telur að kennileg fomleifafræði samtfmans skiptist í greiningu, túlkun og
gagnrýni. Greining miðar að því að átta sig á framrás hlutanna, orsökum
og afleiðingum. Aðalstoðir greiningar hafa verið virknihyggja og raun-
hyggja. Þó að afleiðsluraunhyggjunni (e. dednctive positivism), sem var
fagnað af Fritz & Plog (1970) og Watson, Redman & Leblanc (1971),
hafi síðar verið hafhað eða hún útvötnuð (t.d. Flannery 1973) þá hafa
199