Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 203
KENNILEG FORNLEIFAFRÆÐI
nálgnn í fomleifafræði kannar sambandið milli fornleifaffæðilegrar
þekkingar og valds, og afhjúpar tilraunir til þess að festa tiltekna sögu-
skoðun í sessi. Sumir sem aðhyllast þessa nálgun telja að hægt sé að rétta
af hugmyndafræðilega slagsíðu, en aðrir að fornleifafræðingar geti ekki
annað gert en verið sífellt á varðbergi gagnrýninnar hugsunar.
Onnur leið til að lýsa kennilegri fjölbreytni í fornleifafræði er að skoða
stig eða mæhkvarða (t.d. Raab & Goodyear 1984). A lægstu stigunum
em þá lýsingar og athuganir á því sem oft er kallað ffumgögn. Kenningar
um þessi lægstu stig hafa ekki náð miklum þroska innan forn-
leifafræðinnar. Vissulega hefur verið unnið mikið starf við flokkun og
samræmingu á uppgraftargögnum, en kenningasmíð um þessi efni hefur
verið takmörkuð. Þó em svið þar sem mikilvægar kennilegar ffamfarir
hafa orðið eins og t.d. skráning lagskipunar (Harris 1989), örform-
gerðarfræði mannvistarlaga (Matthews o.fl. 1996) og skilningur á ferlum
sem hafa áhrif á fergðar leifar (Schiffer 1987).
Miðstdgskenningar tengja athuganir á fomleifunum sjálfum og tiltekin
atferli, þær tengja hluti við það sem fólk gerði í fortíðinni. Ein tegund
shkra kenninga er þjóðháttafomleifafræði. Með þeirri aðferð em þjóð-
háttafræðilegar rannsóknir samtímans notaðar til að þróa kenningar um
samhengið milh atferlis og efnislegra leifa, og er þá annaðhvort gengið
út frá sjónarhorni greiningar (Binford 1978) eða túlkunar (Hodder
1982a). Onnur gerð miðstigskenninga er tilraunafornleifafræði. Mark-
mið hennar er að endurgera fom ferli (að búa til leirker; hús, verkfæri
o.s.ffv.) við skilgreind skilyrði til að reyna að skilja hvernig tilteknar leifar
urðu til (t.d. Keeley 1980).
Hástigskenningar em almennar kenningar sem samþætta lágstigs-
kenningar til að setja fram almennar útskýringar eða túlkanir. Dæmi um
slíkar kenningar era mörg í fornleifafræði, þar á meðal vistfræðilegar,
mannfræðilegar, þróunarhyggjulegar, strúktúralískar, marxískar og fýrir-
bærafræðilegar kenningar. Eins og Trigger (1989, 22) bendir á er allar
hástigskenningar í fomleifaffæði einnig að finna í öðmm greinum félags-
og hugvísinda. I þeim vísindum sem fást við manninn er engin almennt
viðtekin og algild kenning eða syntesa. Fjölbreytileikinn í kennilegri um-
ræðu innan fornleifaffæðinnar er til kominn vegna aukinna tengsla
hennar við aðrar greinar, eins og minnst var á að ofan. Þessi tengsl era
ekki einungis merkjanleg í hinni kennilegu umræðu heldur og á öðmm
sviðum fomleifafræðinnar.
201