Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 204
IAN HODDER
í reynd er erfitt að draga hina kennilegu fjölbreytni í dilka. Fri sjónar-
hóli túlkunar og gagnrýni í það minnsta, hafa hástigskenningar bein áhrif
á lágstigskenningar. Þannig eru allar athuganir reistar á alhæfingum á há-
kennilegu plani, og tengsl milli hluta og atferhs eru skýrð með tilvísun í
tiltekin kenningakerfi. Frá sjónarhomi túlkunar eru allar tilraunir til að
lýsa fortíðinni með greiningu dæmdar til að vera blekking ein, því
fornleifafræði er ekkert nema túlkun, sama hvað iðkendur hennar segja.
Hvert einasta kenningakerfi sem sett er fram innan fornleifafi'æðinnar
verður sjálfkrafa viðfang kennilegrar gagnrýni.
Kennileg fo'nileifafi-æði á 20. öld,
Algengast er, a.m.k. í kennslubókum, að fjalla um sögu kennilegrar forn-
leifaffæði á þróunarlegum nótum: frá menningarsögu til virknihyggju og
þaðan yfir í síðvirknihyggju. Þessi þróun er þá látin spanna 20. öldina, fiú
upphafi til enda. Það er vissulega meiri sátt um fyrrihluta þessarar sögu
þar sem söguleg fjarlægð skapast eftir því sem tíminn líður. Þróun
síðustu ára er enn umdeild. Hvaða skoðanir sem menn vilja hafa á þróun
í kennilegri fornleifaffæði undanfarinna ára, er gagnlegt í samhengi
þessarar greinar, að lýsa stuttlega heildarþróuninni á 20. öld með sér-
stöku tilliti til þeirra aðstæðna sem ólu af sér mismunandi þekkingu
innan fornleifaffæðinnar. Þannig er hægt að skýra hvernig kennileg
fornleifaffæði hefur fært út kvíarnar að undanförnu.
Fornleifafræði er ennþá menningarsöguleg að því leyti að hún fæst að
stærstum hluta við tímasetningar og gerðffæðilega þróun á tilteknum
svæðum. Breytingar í gerðum leirkerja eða búsetu eru rannsakaðar svo
hægt sé að aldursgreina staði og gripi, svo hægt sé að skilgreina áhrif eins
svæðis á annað, og svo að hægt sé að greina staðbundnar hefðir og flum-
inga fólks á milli landsvæða. Skilyrði slíkrar þekkingarffamleiðslu eru að
hluta til pragmatísk. Þegar fornleifaffæðingar rannsaka nýtt svæði sem
lítið er vitað um þurfa þeir að byrja á að skilja hina menningarsögulegu
ffamvindu. Fyrir tíma kolefnisaldursgreininga var meginaðferðin að bera
saman gerðffæði og lagskipun. I árdaga fornleifaffæðinnar gegndi kerfis-
bimdin greining menningarsögulegrar framvindu mikilvægu hlutverki
við að andæfa söguskoðun Biblíunnar og sýna hversu gríðarlöng saga
mannsins er á jörðinni.
I Evrópu átti skilgreining menningarsvæða sinn þátt í að móta þjóðríki
202