Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 205
KENNILEG FORNLEIFAFRÆÐI
álfunnar á 19. öld. Fomleifaffæðin dafnaði sem fræðigrein í tengslum við
uppbyggingu þjóðminjasafna og setningu þjóðminjalaga. I Evrópu, þar
sem stjómmálaástandið á 19. og 20. öld einkenndist af baráttu þjóðríkja
og þjóðabrota, fékk „lýsing“ menningarsögulegrar framvindu ætíð póli-
tíska merkingu. Hvort sem mönnum var umhugað um uppruna
evrópskrar sjálfsmyndar, eins og Childe, um uppruna aríanna (Amold
1990) eða, eins og í seinni tíð, um sjálfsmyndir þjóðabrota í Evrópu (t.d.
Olsen 1991), þá virðist vera tilhneiging til að flækja „einföldum“ menn-
ingarsögulegum ferlum í skilgreiningar á réttindum þjóða eða
þjóðabrota. A 20. öld hefur fomleifafræðileg þekking stundum verið
notuð til að réttlæta hrikaleg þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir.
Ein afleiðing þess að fornleifafræði var notuð til að réttlæta fólskuverk
var sú að evrópskir fomleifafræðingar drógu sig út úr umræðum um
túlkun. Jafnvel þó hin menningarsögulega nálgun sé í sjálfu sér alls ekki
ófræðileg (sjá t.d. kennilega umræðu Pitt Rivers (1896) eða Flinders
Petrie (1904)), vora menn sldljanlega tregir til að hella sér út í kennilegar
rökræður eftir seinni heimsstyrjöldina, sérstaklega á þeim svæðum
Evrópu sem tdlheyrðu germanskri fræðahefð. Svipaða sögu er að segja
um þau Evrópulönd þar sem marxískum viðhorfum var þröngvað inn
með sovéskum yfimáðum (Hodder 1991).
Utan Evrópu era einnig lönd þar sem þjóðemishyggja hefur skapað
skilyrði fyrir takmarkaða og lítt fræðilega áherslu á menningarsögulega
framvindu. Japan, Rómanska Ameríka og Indónesía em dæmi um þetta
(Tsude 1995; Politis 1995; Tanudirjo 1995). I öllum þessum tilvikum var
lítil hvatning til að þróa og opna fyrir kennilega umræðu. Þjóðemis-
hyggjan og sjálfsmyndin vom hið augljósa samhengi fyrir rannsóknir á
menningarsögulegri ffamvindu.
Urknihyggja í fomleifafræði þróaðist á 7. og 8. áratug 20. aldar sem
viðbragð við forræðishyggju og ómarkvissri þekkingarleit fyrri kynslóða
fomleifafiræðinga. I stað einstaklingsbundinnar og póhtískrar hagræðingar
á fortíðinni skyldi breiða út faðminn fyrir vísindalegum og hlutlægum
aðferðum. Mannffæðinni var tekið opnum örmum - hún átti að leggja tál
þær rannsóknarspumingar sem fomleifafræðingar skyldu leita svara við -
og til raunhyggjunnar áttd að sækja aðferðaffæðina, svo sem nákvæma
sýnatöku og prófun tilgátu með samanburði við rannsóknargögn. Upp-
haflega var lögð megináhersla á vistffæði og kerfisbundna aðlögun en síðar
var félagslegum og þekldngarffæðilegum þáttum bætt við.
2°3