Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 220
MARTIN CARVER
Inngangur - Piktar sóttir heim
Á skoskum fornleifastöðum frá miðöldum er jarðvegnrinn dökkbrúnn og
sandgulur - í felulitum. Það er frægt hve erfitt er að henda reiður á bygg-
ingunum - grjót á tvist og bast og óreglulegir veggir sem erfitt er að
teikna eða tímasetja. Á hinn bóginn er listin, eins og lágmyndirnar frá
Hilton of Cadboll eða lýst handrit eins og bókin frá Kells (hvorttveggja
frá ofanverðri áttundu öld e.Kr.), glæsileg, geómetrísk, skýr, mai'gbrotin,
uppfull af beinum línum, fullkomnum hringjum, öguðurn vafningmn og
myndum af höfðingjum á veiðum á sprækum fákum eða af klerkum,
sefjandi í sannfæringarkrafti sínum. Enn meir sefjandi eru sögurnar sem
varðveist hafa í fornum textum, hverjum svo sem þær eru eignaðar.
Nútíma lesandi þarf aðeins að kynna sér lítillega Ævi heilags Columha
eftir Adomnan eða Kirkjusögu Englands eftir Beda til að samifærast um að
þessir höfundar fegri mynd sína af fortíðinni, aðlagi hana eigin tníboði.
Engu að síður er heimildagildi þeirra óskert. Kristnitaka Pikta er eitt af
helstu umfjöllunarefrium þessara sagna en um hana er þó þannig fjallað,
að nútíma túlkendur hafa um nóg að deila. Á hinn lítt þekkti Breti
Ninian, sem á fimmtu öld boðaði trú frá Candida casa þar sem nú heitir
Whithorn, heiðurinn af henni? Eða var það írsld ævintýramaðurinn
Kólumkilli sem jrfirgaf Iona árið 565, varð fýrstur manna til að mæta
skrímslinu í Loch Ness að því er bækur herma og bauð Brude syni
Mailchu birginn í bækistöðvum hans nærri Inverness? Eða var það fyrir
kænsku enskra á Norðymbralandi, heimafólks Beda sjálfs, að Nechtan
konungur Pikta sá sér hag í því að taka upp hina ensku útgáfu af
rómverskri kristni árið 710? Oll þessi trúboð gætu vel hafa heppnast að
hluta til eða tímabundið og Skotar gera í dag upp á milli þeirra, allt efidr
því hvaða mynd fellur best að hugmyndum þeirra um bandamenn í
nútímanum. En það getur líka verið að Piktar (sem eru nú horfnir af
sviðinu) hafi verið álíka tortryggnir gagnvart öllum þessum tilraunum til
að snúa þeim og grunað að landgæðin ættu einhvern þátt í því hve
harkalega nágrannarnir stigu í vænginn við þá (Carver 1998a).
Margt af því sem ég mun fjalla hér um varðar þetta rannsóknasvið. Sú
fortíð (og samtíð) sem við viljum halda á lofd og birtist í lærðum
útleggingum, er að miklu leyti leidd af þeirri fortíð (og samtíð) sem þeir
vildu halda á lofti og kemur ffarn í varðveittum textum, myndum, gripum
og öðrum birtingarmyndum efhismenningar. Oft er lögð áhersla á munimi
218