Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Side 228
MARTIN CARVER
öðmm orðum að setja saman skiljanlega samfélagssýn úr hinum
tvístraðasta efhiviði (bls. 272). Undirskilið er hér, að sköpunargáfa - með
fullri virðingu fyrir Foucault og Derrida - sé þrátt fyrir allt til og hafi
hlutverki að gegna við að móta sannfærandi m\md af fortíðinni, burtséð
frá - eða að minnsta kosti aðskilið frá - hagsmunum skapandans.
Þetta er allt ágætt, eins langt og það nær; kenningasmíði er oft leikur
að m\mdlíkingum sem getur verið mjög örvandi. Að því gefnu að
ímyndunaraflinu sé sýndur tilskilinn sómi, geta þeir sem vinna í
fjölfaglegum hópum gert sér mat úr ýmsum nýlegum hugmyndum í
fornleifaffæði, þar eð allir geta deilt þeirri ljúfu iðju að greina það sem
brögðóttar, fláráðar, hugvitssamar en dauðar manneskjur skildu eftír sig.
Vandi sögulegra fornleifafræðinga beggja megin Atlantsála hefst þegar
fræðigreinin freistar þess að búa til sinn eigin ramma og ætlast til þess að
hann gildi um allar fornleifarannsóknir. Einn helsti forvígismaður
kennilegrar fornleifaffæði, Ian Hodder, virðist trúa því að þörf sé á
fræðilegum ramma, sérhönnuðum fyrir fornleifafræðina, til að smíða
fornleifafræðinni vettvang með útsýni til allra átta. „Fornleifa-
fræðingurinn hefur við starf sitt stuðning af kennivaldi vísindagreinar.
[...] Heilsteyptur kennilegur rammi er forsenda samfélagslegrar þátttöku
(e. praxis)“ (Hodder 1992, bls. 170). Olíklegt er þó að slík hugmynd muni
koma að miklu gagni á 21. öldinni, hvort heldur fyrir fólk utan Vestur-
landa sem vill þróa sína eigin heimsmynd, eða raunar fyrir Vestur-
landabúa sem vilja læra um sögulega tífna. I fyrsta lagi hvílir samfélagsleg
þátttaka (hér er sennilega átt við að samfélagið veití fornleifafræði
viðurkenningu sína) engan veginn á því að heilsteyptur kennilegur
rammi hafi verið settur saman, ekki frekar en í öðrum ffæðigreinum.
Hún byggir ffekar á samningaviðræðum þar sem fornleifafræðingar
reyna ekki að stjórna hver öðrum eða vekja hrifhingu hjá öðrum fræði-
mönnum heldur semja við aðra borgara og þá sem nýta landið til að
koma hugmyndum sínum að á opinberum vettvangi. I samkeppninni um
gildi felst vopn fornleifafræðinnar örugglega ekki í „kennilegum
ramma“, sem myndi með réttu vekja tortryggni og leiða, heldur í nýrri
sýn á fortíðina sem byggir á nýjum uppgötvunum. Vitaskuld ætti slík sýn
að vera gagnrýnin á sjálfa sig en fyrsta boðorðið þar er að gera sér ekki
miklar vonir um eitthvað eins og „heilsteyptan kennilegan ramma“.
I leit sinni að heilsteyptum ramma gerir Hodder gamlan greinarmun:
„Annars vegar verður afstaða hlutlægra náttúruvísinda að útíloka alla
tilviljun, takmarka sig við hið algilda og líta framhjá svo mörgu af hinu
22 6