Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Blaðsíða 229
TVEIR HJARTANS VINIR: FORNLEIFAFRÆÐI OG TEXTAR
mannlega í okkur. Hins vegar glatar sérhver rannsókn sem leggur sig
efdr sköpunarafli menningarinnar, merkingu og athöfn tilkalli sínu til að
vera vísindalega nákvæm og okkur er því einungis stætt á að segja „sögur“
og gerast skáldsagnahöfundar“ (bls. 169). Þetta er falskur greinarmunur
því að öll meiri háttar framþróun í vísindum hefur krafist ímyndunarafls
og góður skáldskapur þarf á nákvæmni að halda tdl þess að hann nái máli.
Hodder hafnar einnig afstæðishyggju, í þeim skilningi, að „hugmyndir
og gildi hafi ekkert almennt gildi, heldur gildi aðeins í tengslum við
sérstakar félagslegar og sögulegar aðstæður“ (með öðrum orðum,
samhengi þeirra). Þetta sætir furðu því að á öðrum stað (t.d. 1986) þróar
hann með árangursríkum hætti þá hugmynd, að samhengi afmarki og
stjórni túlkuninni, eins og flestir textanotendur ættu að geta fallist á. En
þá birtist óvænt undirtexti (e. sub-text): „Fræðigrein sem vill halda
myndugleika sínum til að tjá sig og beita áhrifum getur ekki leyft sér að
fallast alfarið á afstæðishyggju“ (1992, bls. 170). Ef því er haldið fram, að
í fomleifafræðinni ríki „algildar hugmyndir og gildi“ væri hún eina
fræðigreinin sem þetta gilti um, nema ef vera kynni guðfræðin. Hvorki
Niels Bohr né Einstein hefðu gengið svo langt: Skammtakenningin
gildir einungis á sviði innan öreindarinnar og afstæðiskenningin við ljós-
hraða.
Astæða þess að sumum okkar, sem rannsaka sögulega tíma, þykir
röksemdafærsla af þessum toga hamlandi er, að hún er of markandi.
Kenningar um fomleifafræði koma að notum við túlkun og það er
ánægja af því að læra af þeim, svo sem af Ian Hodder. En félagar okkar á
sviði sagnfræði, fistfræði og bókmennta notast við hhðstæðar útgáfur
sama kenningasafns. Eini sérstaki „ramminn“ sem þeir em líklegir til að
virða er sá sem hefur verið haxmaður fyrir fomleifauppgreftí og það er
um leið eini ramminn sem má yfirfæra á alla fomleifafræði (Carver
1999a). Til allrar hamingju virðist Hodder sjálfur heldur ekld trúa á
almennan kenningaramma. „Bæði í rannsóknum innan og utan fomleifa-
fræði hafa sértækar rannsóknir, gerðar af áhuga á því sem býr að baki
atburðunum, getið af sér dýpstu og víðtækustu ályktanimar um tengsl
merkingar og verka“ (1986, bls. 81). Einnig hrósar hann Georges Duby
og Jacques LeGoff, sagnfræðingum sem miðaldafomleifafræðingar dá
mjög og reyna að fylgja, „í stað þess að lenda á kaf í þekkingarfræðilegum
vandamálum tókst þessum fræðimönnum að leggja sitt af mörkum til
hinnar almennu umræðu með því að takast á við söguleg gögn“ (1992,
bls. 173). Þetta er einmitt það sem söfyrlegir fomleifafræðingar og þeir
227