Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 230
MARTTN CARVER
sem fást við fornöld og miðaldir hafa að miklu lejni gert. Að fást við læsar
þjóðir er á engan hátt „auðveldara“ viðfangsefiú (Hodder 1986, bls. 141),
heldur stöðug barátta við óhemju kvik og flókin gögn (Little 1994, bls.
49). Fyrir þessar sakir má sennilega með réttu segja, að flestir fornleifa-
fræðingar sem nýta sér texta hafi forðast að hefja hugmyndir sínar um
túlkun upp á stig almennrar kenningar, heldur endurnýi þær stöðugt
með því að ræða við fræðimenn úr öðrtun greinum. Þegar virknihyggjan
var upp á sitt besta, var greinandi leit að mynstrum beitt á texta jafnt sem
efnismenningu (Archaeological Review from Cambridge 3(2), 1984) og
sömu varnaðarorðin heyrðust við að líta á gögnin sem tabida rasa. Er
Gina Barnes kannaði hvernig viðskeytið “ki“ gaf til kynna keðju virkja í
staðarnöfnum, tók hún eftir því að merking táknsins var breytileg í tíma;
„bent hefur verið á mynstur en það er mynstur á stigi afritunar og texta.
[...] Erfiðast er að hrapa ekki að niðurstöðum eða gera einfaldan sam-
jöfnuð og horfa þannig framhjá því, hversu flókinn efmviðurinn er sem
við höfum fengið upp í hendurnar“ (1984, 46). Þetta er hættan sem felst
í að búa til eina kennilega eða aðferðafræðilega regnhlíf sem fornleifa-
ffæðingar sem rannsaka sögulegan tíma gætu skýlt sér undir; af eldingu
kreddunnar getur maður misst meðvitund.
I stuttu máli: Bæði texti og hlutir eru sjálfstjáningarform sem hægt er
að greina með mjmsturleit og krefjast strangrar heimildarýni til að
tryggja að mynstrið hafi ekki orðið til við seinni tíma meðhöndlun eða
varðveislu. Báðir miðlarnir eru afurðir mannlegra athafha og því rná
túlka hvorn tveggja með því að beita samanburði og samlíkingu. I báðum
tilfellum krefst túlkun skapandi ímjmdunarafls og það er sannarlega tdl.
Mikið ætti að ávinnast með því að rannsaka ólíkar tegundir heimilda
samtímis og gera þeim jaffi hátt undir höfði. En í okkar samfélagi og með
okkar menntun er auðveldara að meðtaka skilaboð texta og hann er
ótvíræðari en þau skilaboð sem felast í táknum, minjastöðum, gerð-
fræðilegum röðum, gripum eða byggingum. Því hafa textar - þar sem þá
er að finna - enn forgang sem vitnisburður um fortíðina og þörfin fyrir
að þróa sérstaka aðferðafræði eða sérstök hlutverk fyrir söguleg tímabil
hefur orðið til hjá fornleifafræðingum fremur en sagnfræðingum. Við
verðum nú að bregðast við þessari tilhneigingu. Er til sérsaumuð
ffæðigrein fyrir fornleifafræðinga sem vinna með texta? Ef sú er raunin,
nær hún yfir fræðimenn sem eiga sér sameiginlega aðferðaffæði eða hafa
sameiginleg markmið?
228