Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 231
Verkefni: Hvað er söguleg fomleifafræði? Og hvað ætti hiín að
vera?
Það má furðu sæta, að enda þótt sögulegir fornleifafræðingar séu engir
græningjar í kennilegum efnum, virðist umræðan um tengsl fom-
leifafræði og texta hafa farið fram aðskilin frá þeirri, hvort fom-
leifaffæðinni sé sjálfri hægt að líkja við texta. Vegna þessa hefur verið
gerð umfangsmikil tilraun tdl að sætta tvær greinar sem álitnar em vera
ólíkar vegna þess að þær fást einkum við ólíka miðla, texta annars vegar
og hluti hins vegar. Munur greinanna sprettur raunar ekki af því, en
umræðan hefur engu að síður haldið áfram vegna þess að þeir sem taka
þátt í henni vilja að litið sé á sig sem fulltrúa sjálfstæðra fræðigreina. Eitt
af markmiðunum í þessari umræðu hefur verið að sannfæra samfélagið
um að sögulegri fomleifafræði megi beita hvar sem er og að hún lúti alls
staðar sömu aðferðafræði; á sama hátt og „neðansjávarfornleifafræðing-
ar“ hta á sig sem venjulega fornleifafræðinga sem eigi það þó sameigin-
legt að þurfa að beita rannsóknaaðferðum fomleifafræðinnar í krefjandi
umhverfi. Annað markmið hefur verið að stuðla að rannsóknum, sem
byggja á efnismenningu, á heiminum síðan hann varð að kapítalískri eign
á undanfömum öldum. Charles Orser útskýrir það svo: „Fomleifa-
fræðingar nota heitið ‘söguleg fornleifafræði’ á tvo vegu í dag. Þeir nota
það í víðum skilningi til að tákna fornleifafræði sem fæst við öll þau skeið
sögunnar, sem ritheimildir em tdl um. Samkvæmt þessari skilgreiningu
ber að hta á fomleifafræðinga sem rannsaka hina fomu Asteka eða forn-
Egypta sem sögulega fomleifafræðinga, því að á báðum þessum menn-
ingarsvæðum var ritmáli og læsi til að dreifa. I þessum skilningi eiga allir
sögulegir fomleifafræðingar þá aðferð sameiginlega, að notast bæði við
sögulegar og fomleifafræðilegar heimildir tdl að endurskapa fortíðina.
Samkvæmt hinum skdlningi heitdsins er litdð á sögulega fomleifafræði
sem fomleifafræði allrar sögu efdr landafundina miklu. Kennilegi grunn-
urinn að baki þessu sjónarhorni er sú hugmynd að heimurinn hafi orðið
annar þegar Evrópubúar hófu að ferðast um allan hnöttdnn í leit að
nýlendum og mættu á ferðum sínum ólíkum frumbyggjaþjóðum sem
þeir áttu samskiptd við. Sú blandaða menning sem myndaðist í kjölfarið í
Ameríku, Suðurhöfum og jafhvel í Evrópu hlaust af þessum átakamiklu
menningarsamskiptum“ (Orser 1996, bls. 11).
229