Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 232
MARTTN CARVER
Sem aðferðafræðilegt verkefiii
Hvað aðferðafræðina áhrærir má greina sögulega fornleifaífæðinga frá
öllum öðrum því að þeir verða að kunna skil á og geta meðhöndlað texta
ekki síður en leðju. Það hefur ávallt verið viss metingur um hvor þessara
tegunda heimilda gæfi sannari mynd, því að fulltrúar hvorrar nálgunar
um sig vildu ekki vera álitnir eftirbátar hinna. I yfirlitsgrein frá 1982
skilgreindi Kathleen Deagan texta sem segðir (e. utterances) þeirra sem
uppi voru á hverjum tíma (hlutverkatengdar yrðingar) á meðan forn-
leifafræðin skilaði túlkun okkar sem á eftir komum (hlutverkalausar
yrðingar). Við þetta væri ýmsu að bæta og annað sem mætti taka til
samanburðar. Erfiðara væri að greina hvert hefði verið vitsmunalegt
markmið segðanna, því túlkunin færi eftir því hvort rannsakandinn
starfaði innan mannfræðiskorar, eins og flestir fornleifafræðingar, eða í
sagnfræðiskor, eins og flestir sagnfræðingar. „Ef söguleg fornleifafræði er
vísindagrein ætti hún að fást við að þróa almennar undirstöðukenningar
um stöðugleika og breytileika í menningu og atferli manna. Ef hún er
umfram allt söguleg fræðigrein ætti hún að rannsaka og varpa ljósi á
helstu einkenni, atburði og ferli á ákveðnum tíma, stað og í ákveðnu
þjóðfélagi; slíkt kemur þó ekki í veg fyrir að menn beiti raun-
vísindalegum aðferðum til að takast á við þessi efni. Ef, að síðusm, sögu-
leg fornleifafræði telst til hugvísinda, ætti hún að miðla innlifun og
fagurffæðilegu mati á mannlegu hlutskipti fyrr á tímum“ (1982, bls. 22).
Hún áleit sögulega fornleifafræði hafa „einstakt færi á að skoða allt í
senn; ritheimildir um það sem fólk sagðist gera, um það sem þeir sem
fylgdust með því sögðu að það gerði og það sem fornleifarnar leiddu í
ljós að það gerði“. Deagan vænti mestrar hlutlægni af hinum síðast-
nefúdu, þar eð þær gerðu grein fyrir „raunverulegum aðstæðum fyrr á
tímum“. Hún áleit að spurningunni „er söguleg fornleifafræði tækni eða
fræðigrein?“ væri enn ósvarað en fannst engu að síður að hún væri að
fæðast sem sérstök fræðigrein (bls. 35).
I annarri mikilvægri grein þar sem tekin er afstaða til þessa efúis rekur
Barbara Little (1994) þróun fornleifaffæðinnar ffá því að vera tmdirgefin
„þerna“ sagnffæðinnar til þess að vera þrákelkinn félagi. Hún gagnrýnir
með réttu höfúun á sögulegri fornleifaffæði en telur enn vera mjög mikla
þörf fyrir „kenningu sem heldur utan um rannsóknir“ (bls. 50). Hún
greinir í sundur fimm mismunandi afstöður fornleifaffæðinga til rit-
heimilda: (1) þær eru mótsagnakenndar, (2) þær eru viðbótargögn, (3)
það má nota þær sem útgangspunkt fyrir tilgátur, (4) það er kominn tími
230