Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Side 235
TVEIR HJARTANS VINIR: fORNLEIFAFRÆÐI OG TEXTAR
áhlaup riddaraliðs eða sömdu sígildar skáldsögnr. Flest sinntu þau
einfaldlega daglegum störfum sínum án þess að skapa sér nafn og eru
söguritum samtímans glötuð“ (1996, bls. 10).
Þessi rannsóknaáhersla hefur þróast yfir í athuganir á kapítalisma,
áhrifum hans á áhrifalausar þjóðir og áhrifum þeirra á Vesturlönd (Leone
og Potter 1994). Rannsóknasviðið er veröld sem verður aldrei söm eftir
þau tengsl sem mynduðust síðasthðnar þrjár aldir, enda þótt kapítal-
isminn hafi ekki verið eina mótunaraflið innan hennar. Til að ná mark-
miðinu er samþættrar nálgunar þörf, enda þótt áherslan á efhismenningu
og texta getá verið breytileg, allt eftir því hve mikið er af gögnum,
hvemig þau eru að gæðum og hver áhersla þeirra er - á mikil söguleg
umbrot eða Kf einstaklinga. M.C. Beaudry leggur áherslu á að með
samtengdri, samþættri eða heildrænni nálgun náist árangur. Með því að
greina texta menningarinnar, ritaða eða annars konar, „rangsælis“ getum
við tekið til við að endurgera merkingu í germynd, fjölradda kór hins
„þögla meirihluta“ en af orðræðu þeirra gripa sem hann lét eftir sig má
ráða að hann hafi í raun alls ekki verið svo ómálga“ (Beaudry, Cook og
Mrozowski 1991). Eins og hlutur geta ritaðar heimildir „óafvitandi
afhjúpað hlutskipti htilmagnans“ (sbr. nmgr. 19).
Einn helsti kostur við það að hafa aðgang að bæði texta og efhismenn-
ingu er að hvorttveggja má nota, með viðeigandi heimildarýni, til að
kanna hvemig það fólk sem er til rannsóknar beitti sjálft textum og
hlutum. Barbara Little segir söguleg skeið veita „tækifæri til að rannsaka
vald og klókindin sem eru að verki þegar hugmyndafræði er haldið fram
af valdhöfum og henni veitt viðnám af þeim sem undir valdið eru seldir“
(1994, bls. 59). Þannig geta áhrif kapítahsma oft sýnt samhengi eða jafn-
vel frumorsök þess sem gerðist en ekki veitt einu skýringuna á því. Little
sýnir hvemig Cherokee-indjánar stofhuðu, undir evrópskum þrýstingi,
eigin borg, New Echota, í norðvestur-hluta Georgíufylkis, settu sér
stjómarskrá, tóku kristna trú og komu upp lögregluliði sem átti að gæta
eigna. Dagblað er nefudist Cherokee Phoenix var gefið út sem lýsti yfir
vilja Cherokee-indjána til að lifa af sem þjóð en notaðist um leið við
líkingu úr vestrænni goðafræði í nafni sínu. Síðari tíma rannsóknir, þ. á
m. uppgreftir í New Echota, bentu til þess að „á meðan sumir hinna ytri
og sýnilegustu þátta efhismenxúngar, einkum byggingarhstin, fylgdu
reglum hvítra, héldu hlutir sem vom minna áberandi, einkum innan-
stokksmunir, uppi merkjum hefðbundinnar menningar“ (bls. 61).
233