Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 236
MARTIN CARVER
Ritstjóri Phoenix nýtti einnig leiðara sína til að verja málstað Cherokee-
indjána með því að beita „hvítum miðh“. Eins og efnismenning, var
prentið bæði notað til að „líkja efdr og hafna reglum hvítra“ og myndaði
með því blandaða siðmenningu Cherokee-og-hvítra. I þessu tdlfelli varð
árangurinn rýr. Aðeins var búið í New Echota milli 1826 og 1838 en þá
lét Andrew Jackson, forseti Bandaríkjanna, flytja Cherokee-þjóðina með
valdi til Oklahoma efdr svonefiidri „Táraslóð".
Martin Hall3 sýnir að í Suður-Airíku megi greina viðnám með því að
leita meðvitað að mismuni milli texta og hluta. I flestum tilfellum tjá
textamir sjálfsmynd hinnar ríkjandi stéttar á meðan gripasöfnin, fulltrúar
efhismenningarinnar endurspegla hina kraumandi undiröldu í samfélag-
inu. Rannsóknir Judy Birmingham í Wybalenna í Astralíu (1992) höggva í
sama knérunn. Uppgraftarsvæðið, leifar þorps á skógi vöxnu nesi á
suðaustur-strönd Flinderseyju, hafði verið vahð af bresku stjórninni á
öndverðri 19. öld sem vemdarsvæði fýrir hina tasmanísku frumbyggja. Það
var gert að ráði G.A. Robinson „sem á makalausum trúboðsferðum sínum
um mið-Tasmaníu milli 1827 og 1836, hafði með persónutöffum sínum og
vináttu, tahð nánast alla efdrlifandi frumbyggja á að yfirgefa heimabyggðir
sínar og fýlgja sér“ (Birmingham 1992, bls. 1). Robinson haimaði og
byggði sjálfur Wybalenna-þorpið þar sem byggð hélst milli 1832 og 1847.
Hann gerði kort og steinprent af því og hélt dagbækur um verk sitt en þær
fundust í Mitchell-bókasafninu í Sydney. Þessar dagbækur „lýsa með
fögrum en vitaskuld ekki óhlutdrægum orðum árangri höfundar sem
myndi - ef rétt væri ffá sagt - tryggja honum sess meðal upplýstustu mann-
vina nítjándu aldar“ eins og Birmingham kemst svo háðslega að orði.
Dæmi úr skrifum Robinsons gefur þessum efasemdum byr undir báða
vængi: „I gær heimsótti ég nýju kotin ásamt uppffæðaranum og þótti vera
afskaplega hlýtt inni í þeim enda þótt veður væri með kaldasta móti.
Frumbyggjamir létu í ljós mikla ánægju með notalegar vistarverur sínar og
ræða með mikilli vanþóknun um sín gömlu híbýli, eins og þeirra er vani í
hvert sinn sem þeir eru inntir eftir því“ (bls. 137). Fornleifarannsóknimar,
sem urðu að fara ffam árið 1971 og fólust í yfirborðsrannsókn og uppgrefti
á 20 fjögurra fermetra reitum, vom því miður skipulagðar áður en hinar
rituðu heimildir höfðu verið metnar. Engu að síður leiddu þær í ljós
gripasöfn úr tveimur af kotum Robinsons og nokkur möguleg úr öðrum,
sem sýndu að þorpsbúar bmgðust með mismunandi hætti við evrópu-
3 Fyrirlestur frá 1994 sem Andrén vitnar í 1998, bls. 79.
234