Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Side 239
undir rós um hugsanlegan tilgang manna með skrifunum, ekki að setja
hikandi fram tilgátu um að þeir hafi verið að neyta valds síns og beita
blekkingum þegar þeir reyndu að telja okkur trú um að girðingar hefðu
verið til að halda búpeningi í skefjum. Addyman velti fyrir sér hvernig
textinn Gerefa eða „Hinn forsjáli ráðsmaður“ gæti nýst til skilningsauka
en í honum eru taldar upp skyldur ráðsmanns á sveitabýli. Þar er að finna
ráðleggingar um stjórnunarstíl („Vilji hann hefja starf sitt vel má hann
hvorki vera hirðulaus né drýldinn“), minnislista fyrir árstíðabundin
verkefhi („I maí, júní og júlí [...] má herfa, bera á, setja upp færikvíar, rýja
fé, byggja, gera við, girða, smíða, höggva við, reyta illgresi [...] og smíða
laxastiga eða myllu“) og varalista, ef hann skyldi hafa haldið að hann gæti
tekið sér hvíld („Hann getur alltaf fundið eitthvað til að lagfæra á
bænum; þar þarf hann ekki að sitja aðgerðalaus; hann getur haldið húsinu
í röð og reglu, komið því í lag og þrifið; girt meðfram ræsunum, fyllt upp
í skörðin á stíflugörðunum, gert við limgerðin, upprætt illgresi, komið
fyrir plönkum milli húsa, smíðað borð og bekki, séð fyrir hesthúsum,
skúrað gólf, eða hvað annað sem honum dettur í hug að megi að gagni
koma“). Uff! Hinn forsjáli ráðsmaður er jafn iðinn og fígúra hjá Richard
Scarry og Addyman sýnir okkur hve mikilvægar þessar upplýsingar eru
til að „sjá fyrir sér“ England á tímum Engla og Saxa. Viðbótar-
upplýsingar? Greinilega. Fylla þær upp í einhverjar eyður? Auðvitað.
Draga þær fram misræmi? Það ætla ég að vona. Tilratmastofa fyrir for-
sögulega fornleifafræðinga? Þeir gerðu rétt í að líta svo á. Aðalskilaboðin
eru þó þau, að Chalton og Hinn forsjáli ráðsmaður setja hvort annað í
samhengi, og gerðu það áður en uppskrúfaðar skilgreiningar á „texta-
tengslum“ fóru að tíðkast.
Þetta var rannsókn á Englandi milli 7. og 10. aldar; jafnvægið milli
texta og hluta er sífelldum breytingum undirorpið eftir því sem aldirnar
líða og þeir skiptast á að vera í sviðsljósinu. I riti sínu um ‘Amman,
skilgreinir Alastair Northedge rannsóknaaðferðir sem taka á sama hátt
breytingum milli alda og útheimta ólíka hæfhi til að leggja mat á þær.
Hann byrjar á að skýra að bókin sé samvinnuverkefhi: „Hyggilegt þótti
að bjóða utanaðkomandi sérfræðingum að leggja fram skerf til bókar-
innar, þar eð enginn fornleifafræðingur eða sagnfræðingur getur vænst
þess að hafa ígrundaða skoðun á svo langri sögu“ (1992, bls. 15). I
meistaralegum inngangi fer hann yfir heimildirnar: Það eru ritaðar
heimildir sem vísa beint eða óbeint til staðarins á járnöld, síðhellen-