Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 240
MARTTN CARVER
ískum, rómverskum, býsönskum og íslömskum umum; uppgrefur fram-
kvæmdir með mismunandi aðferðum; sem teymi frá fimm löndum stóðu
að; ljósmyndir sem American Palestine Exploration Society lét taka í lok
19. aldar og auðvitað hinn gamli góði efniviður í byggingum ‘Amman-
borgar. Vitnisburður textanna og efnismenningarinnar rokkar írá öld til
aldar, allt eftir því hvað hver kynslóð lagði til og hvað varðveittist. Öllum
tegundum heimilda er sýnd sama virðing en allar eru jafn vandlega
krufðar. Með þessu stranga aðhaldi tekst að bregða upp mynd af flókinni
stjórnmálaþróun sem er í hæsta máta líkleg. Borgríki verður að skatt-
landi, sem verður svo hluti af héraði, sem breytist svo í biskupsdæmi,
kalífinn gerir það að höfuðstöðvum sínum um hríð en það gengur í
endurnýjun lífdaga með krossförum 12. aldar og með Térkössum á þeirri
nítjándu. Á hverju skeiði sögunnar er ekki nóg að hafa upp á því, sem
íbúarnir héldu á loftd um sjálfa sig eða því sem fornleifafræðin leiðir í ljós
um efhahag þeirra og trú. Borgarbúar studdust einnig við djúpminni;
vofa aflagðra stjórnarhátta sveif áfram yfir vötnum, hún geymdist í
byggingunum, listinni eða bókmenntahefðinni. Nafnið Rabboþ Ammon
hvarf þegar borginni var gefið heitið Fíladelfía og heitið Fíladelfía hvarf
jafh snögglega er Umajaðar endurskipulögðu borgina á áttundu öld - og
tóku upp nafhið Amman, sem hafði varðveist á leyndardómsfullan hátt í
gegnum yfirráðatíma Hellena, Rómverja og Býsans. Efdr að múslimar
náðu yfirráðum snemma á áttundu öld var heitið Fíladelfía áfram haft um
biskupsdæmið meðal kristirma og lifði áfram sem tákn jafnt sem nafn.
Mynd af hinni býsönsku Fíladelfíu er varðveitt á hálfs fermetra stórri
gólfmósaík í Stefánskirkjunni í Umm al-Rasas, „en hún sýnir engin
merki samtíma stílþróunar í íslamskri listskre}mngu“ (bls. 52) og hefði án
vafa verið talin frá býsönskum tíma, ef gríska áletrunin hefði ekki
tímasett hana árið 756 e.Kr. - þ.e. eftir að stjórnartími Umajaða hófst og
jafnvel eftir að honum lauk. Önnur dæmi um öflugt samspil texta og
fornleifafræði eru mælieining (44,75 sentímetra löng alin) sem þekkist
frá vatnsmælinum í al-Muwakkar og var notuð til að mæla fýrir höllinni
í ‘Amman; og rökin fýrir því að tengja eyðileggingu borgarvirkisins við
jarðskjálftann 18. janúar 747 e.Kr. „á fjórða tímanunT þar sem
„tugþúsundir fórust og kirkjur og klaustur eyðilögðust“ í Palestínu,
Jórdaníu og öllu Sýrlandi. Afleiðingar þessara hörmunga hefur mátt
rekja með fornleifafundum í Jerúsalem, Jeríkó og Pella þar sem m.a.
fundust kameldýr sem höfðu kramist undir hrynjandi byggingum (bls.
238