Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 244
MARTIN CARVER
séu erfðagripir frá föður til sonar eins og hjálmur Vésteins, brynja hans
og sverð í Bjólfskviðu. Samkenni smíðisgripa frá Austur-Anglíu og
Svíþjóð segja hugsanlega meira um hversu víða handverksmenn ferðuð-
ust á ármiðöldum, um að Norðursjór og Eystrasalt hafi verið sam-
eiginlegur markaður fyrir munaðarvöru, og um vilja tveggja ríkra
jaðarhópa til að taka upp nánast öll stöðutákn Franka“ (bls. 57). Frank
biður okkur um að skapa svolítið iými milli þessara skömhjúa þannig að
eitthvað af eigin sérkennum þeirra og umhverfi fái að koma í ljós -
jafnvel þótt samfélagið hafi um árabil þröngvað þeim saman.
Síðari túlkanir á bátkumlinu í haugi 1 og kumlateignum í heild sinni
gefa kost á öðrum samjöfnuði, þótt óvæntur sé. Fyrir þá sem þekkja til
fjölbreytni ármiðalda á Norðurlöndum, Bretlandi og í mið-Evrópu eru
tengslin milli þessara tveggja verka hvorki meira né minna en þau að í
báðum felast yfirlýsingar með ólíkum miðlum ffá ólíkum tímabilum en
sem eru reistar á svipaðri heimsmynd. Bátkuml, sem vekja svo sterk
tengsl milli Sutton Hoo og Bjólfskviðu, eru hluti þessarar myndar sem
fær merkingu á tímum pólitískrar og hugmyndafræðilegrar spennu
(Carver 1995). A 7. öld settu slíkir tímar mark sitt á breska jörð, rétt eins
og að síðar tókst í Bjólfskviðu að fanga vissar stjórnmálaaðstæður. Ef
hlutum er stillt upp sem hliðstæðum texta mætti hugsa sér að höfð-
ingjaútför ætti sér svipaðan hugarfarsgrundvöll og höfðingjakvæði
(Carver 2000). Arangurinn er hvorki „tíma-hylki“ með eigum hins látna
né staðlaður siður sem fleiri dæmi eiga eftir að finnast um. Hann hlýst af
atburði sem er einstakur í sögunni en þó mótaður af ákveðinni siðvenju;
formgerð grafarinnar og munir hennar fela í sér ótal vísanir, rétt eins og
margþulið ljóð ber með sér fornar hetjur og siði. Hér er hvorki mótsögn
né andstæða á ferðinni heldur mismunandi séraðgangur að flóknum
heimi. Sutton Hoo minjarnar eru ekki veruleikinn sem býr að baká
Bjólfskviðu, þær eru sjálfar hetjukvæði þar sem haugféð og greftrunar-
siðirnir voru myndlíkingar fyrir pólitíska hagsmuni og væntingar
aðstandenda á ögurstundu (Carver 1998b). Veldissprotinn, sem er að
lögun ættaður frá Býsanskeisurum - með hliðar í germönskum stíl en
hjartarmynd ættaða úr keltneskri list - er myndhverfingaveisla, sviðs-
munur í leikhúsi dauðans, sigur „textatengslanna“, þar sem vinnuhópur
á 7. öld (og með síðari tíma hjálp annars hóps frá British Museum)
sviðsetti sláandi sýningu, sem átti að þjóna stjórnmálalegum hagsmunum
þess tíma. Það er auðveldara fyrir okkur að fallast á þetta núna þegar við
242