Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 245
TVEIR HJARTANS VINIR: FORNLEIFAFRÆÐI OG TEXTAR
vitum að bátkumlið í haug 1 er á grafreit sem var í notkun í um öld með
fjölda kumla sem bera mismunandi greftrunarsiðum vitni (enda þótt
enginn sé nándar nærri eins margbrotinn og haugur 1), áður en að graf-
reiturinn var notaður næstu aldimar sem aftökustaður. Ritheimildir af
allt öðrum toga renna frekari stoðum undir þessa túlkun: Greinargerðir
frankneskra og ítalskra kirkjumanna sem tóku þátt í fyrstu sendiförunum
tdl að færa íbúnm Englands kristna trú og fá þá þar með til að skipa sér
í lið með ákveðnum hugmyndafræðilegum og stjómmálalegum hags-
munum. Ibúar Austur-Anghu gerðu kumlateig þar sem þeir fundu
sjálfsmynd sinni, stjórnmálaafstöðu, áhyggjum og yfirlýstri andstöðu við
framandi stjórn stað og gáfu til kynna á margvíslegan hátt með graf-
haugum og greftrunarsiðum (Carver 1986a, 1998b). Þegar Bjólfskviða
var fest á skinn var löngu búið að kristna land Engla og Saxa og bátkuml
tíðkuðust - af svipuðum ástæðum - aðeins á Norðurlöndum.
Þessi rök kalla fram og skerpa þá sýn sem fæst með því að þætta saman
rýrar og sérkennilegar ritheimildir og lítilfjörlegar og misleitar fornleifar
en vekja vitaskuld efasemdir vegna þess á hve litlum gögnum þau byggja.
Jafhvel innan þess tiltölulega friðsama hóps fornleifafræðinga sem fæst
við engilsaxneskar minjar, viðra menn slíkar efasemdir. „Það sem við
höfum er ekki - og getur ekld verið - útkoman úr skipulagðri leit að
gröfum höfðingja“, sagði James Campbell árið 1992 og bætti við „þetta
er tilviljunarkennt samansafn tilfallandi uppgötvana. Röksemdafærsla
sem hvílir á þeirri von, að það [samansafnið sennilega] sé eitthvað annað
og meira er byggð á sandi“. Fornleifafræðingum (eða bókmennta-
ffæðingum) ætti semsagt ekki að leyfast að halda fram einhverri skoðun
nema hún styðjist við gjörvalla arfleifð fortíðarinnar, enda þótt
sagnfræðingar komist upp með það. Þessi óvissa gildir þó jafht um
heimildir af báðum toga; ritheimildir hafa hugsanlega ennþá yfirburði af
því að þær eru betur rarmsakaðar. Ef við höldum áfram með samlíkingu
Robertu Frank, þá er nútíma hjónaband samningur sem byggist á gagn-
kvæmu traustá en ekki þrælslegri aðdátm, efnahagsfjötrum eða föðurlegu
yfirlæti. Fomleifafræði, sagnfræði og bókmenntarýni eiga mörg erindi
við Bretland á ármiðöldum; við emm þeirrar gæfu aðnjótandi að mega
sjá að þrátt fyrir að nöldur lífgi af og til upp á heimilislífið reynir enginn
þessara aðila að reka spjót drottnunarkenningar öðmm í hjartastað.
Er þá tál eitthvert almennt stefnumið sem væri sameiginlegt fornleifa-
fræðingum sem fást við söguleg tímabil, á sama hátt og forsögufræðingar
243