Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Síða 246
MARTIN CAR\TR
halda margir að þeir geti verið hluti af algildu rannsóknaverkefni? Funari
og félagar (1999b, bls. 5) töldu sig brjóta blað með þ\b að víkka umdæmi
sögulegrar fomleifafræði umfram það að snúast fyrst og fremst um áhrif
kapítalisma: „Saga heimskapítalismans er saga ríkjandi heimsskipulags
sem margs konar þjóðfélög falla undir. Það eru hins vegar einnig ril
sögur (sumar skráðar, aðrar enn óskráðar) um ólíkar hefðir og venjur,
sem eitt sinn mótuðu Kf fólks og ekki er hægt að skilja á forsendum
umframframleiðslu, landrdnninga eða valdstjórnar". Þau leggja áherslu á
að grundvöllur fomleifarannsókna á öllum samfélögum sé sameiginlegur
en viðurkenna, að rannsóknir á samfélögum sem eigi texta, hafi „að-
greinda aðferðafræði“ (bls. 8). David Austin skrifar: „Samfélag sem
skjalfestir sjálft sig er í eðli sínu annars konar samfélag en það sem gerir
það ekki“ (1990, bls. 30). En eins og færð vom rök fyrir hér að ofan, og
eins og hjá Derrida, þá er ekkert samfélag til, sem ekki skjalfestir sjálft
sig. Það getur gert það með steinaristum eða minnisvörðum á meðan
ritheimildir þess eru ekkert annað en skattframtöl. Ahugaverði
munurinn er fólginn í skilaboðunum, ekki í miðlinum sjálfum. Sérhvert
samfélag skjalfestir sig með óKkum aðferðum: Sum setja saman háfleyg
sagnarit og sýna þar með hvernig þau vilja að atburða verði minnst;
önnur reisa dómkirkjur; enn önnur útbúa persónulega grafreiti. Nútíma
Vesturlandabúi kemur fram í sjónvarpi og er frægur í korter eða vinnur
sér varanlegan sess í minni heimsins sem rafræn mynd á vefsíðu.
I umræðunni um „sögulega aðferðafræði" ganga margir fornleifafræð-
ingar út frá því sem vísu, að skrif séu nauðsynlega bundin við vald og að
hlutir séu besti vinur fátæka mannsins (Funari o.fl. 1999a, bls. 57). I raun
og veru er vald oft sýnt með hlutum, svo sem með steinhringjum,
grafhýsum eða feiknamiklum virkisveggjum á meðan hinir undirokuðu fá
útrás með skrifum. Matthew Johnson kýs heldur að líta á sögulega
fomleifafræði sem leit frekar en aðferð. I samræmi við margt sem gerst
hefur innan sögulegrar fornleifafræði í Bandaríkjunum á markmið
hennar að vera í því fólgið að fylgja þróuninni frá lénsveldi til auðvalds-
skipulags, eða frá miðaldaskipan til þjóðfélagsskipulags í Emópu á 18.
öld (1999, bls. 28). Glaðbeittur sökkvir hann herskipi sögulegrar forn-
leifaffæði og hafnar bæði aðferðafræðilegri einokun og einu allsherjar
rannsóknaverkefni. Hann er meðvitaður um að þróun fornleifaffæðinnar
stefhir í sömu átt og bókmenntafræði og sagnfræði og að það sem segja
megi um túlkun efhismenningar rnegi og hafi í raun verið sagt um þá