Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 250
MARTTN CARVER
Flokkanir
Við ættum af þessum ástæðum ekki að halda þta fram, að einhver vits-
munaleg gjá ríki milh skjalagrúskarans og moldvörpunnar. Það kann að
vera gjá milli þess að leita að mynstrum með greiningu og að leita
túlkunar með því að draga fram hliðstæður en hún ætti ekki að liggja
milli ffæðigreina eða kenninga; aðeins er um tvo samhangandi þætti
innan sama raimsóknaverkefhis að ræða. Hvorki kenningin né miðillinn
gefur augljóst tilefni til að skipa þeim sem fást við læs samfélög niður í
mismunandi deildir. Hvorki aðferðafræðin né verkefnalistinn gefur
tilefni til að hópa sögulega fomleifaffæðinga sérstaklega saman til lengri
tíma. Charles Orser hefur sett fram „nútíma“ fomleifaffæði þar sem að
nokkm leyti er horfst í augu við það hversu sundurleit gögn ffá
sögulegum tímum em (1999). Henni er að vísu ætlað að vera altæk í þeim
skilningi að allur heimurinn sé undir en henni ber að vera „gagnkvæmni-
sinnuð“, „fjölþrepa" og gagnvirk. Með „gagnkvæmnisinnuð“ er átt við að
fengist sé við mannleg sambönd og tengsl í víðasta skilningi. „Fjölþrepa“
vísar til þess að textar og hlutir og þau félagslegu tengsl sem liggja þeim
að baki eiga heima irtnan tiltekins tíma og rúms sem megi rannsaka á
mörgum ólíkum þrepum. Sumar rannsóknir ná }dir löng tímaskeið,
stöðnunar- eða breytingatíma, aðrar fást \fð fjölskylduh'f. Gagnvirkni
vísar í þessu samhengi einkum til afstöðu fræðimannsins til fólksins sein
hann rannsakar og þess hvernig hann notar vandamál bundin félags-
tengslum í eigin samtíma sem útgangspunkt rannsókna sinna á nálægri
fortíð: „Fomleifafræðingurinn byrjar á viðfangsefni, sem á erindi við
samtímann, og vinnur sig aftur á bak í tíma til að skilja rætur þess í
sögunni“ (1999, bls. 281). Að mörgu leyti myndi þetta ekkert hrófla við
markmiðum miðaldafomleifafræði í dag, hugsanlega vegna þess að í
Evrópu liggja þessar rætur mjög djúpt. Auðvelt er að koma auga á rætur
ótta Englands við Evrópusambandið í trúboði eftir yfirráðatíma
Rómverja, þ.e. á 7. öld (sjá t.d. Carver 1986a, bls. 99; 1998b, bls. 134-6),
eða rætur umræðunnar um sjálffæði í Skotlandi í dag í þjóðaátökum ffá
5. til 9. aldar (sjá hér að ffaman og t.d. Crawford 1984, 1996). En þeir
fomleifafræðingar sem fást við síðustu skeið forsögunnar gætu haldið því
sama fram. Hér er enga skýra vísbendingu um það að finna, innan hvaða
háskóladeildar - ef nokkurrar - „nútíma“ fornleifaffæði ætti að vera til
húsa. Sama gildir um sögulega og miðaldafornleifaffæði. Em þetta sögu-
leg eða fomleifaffæðileg fög, með tilliti til skipulags þekkingarinnar og
248