Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Side 251
TVEIR HJARTANS VINIR: FORNLEIFAFRÆÐI OG TEXTAR
kostunar- og matsaðilja innan akademíunnar? Þessa spurningu tel ég
vera á góðri leið með að úreldast.
Rannsókn á fortíðinni hlýtur að nýta sér hvaða aðferðaffæði sem er á
sama hátt og heimilislæknir. Læknirinn tekur mið af úditi sjúklingsins,
frásögn hans, því sem stendur í skránum um hann og vísbendingum sem
fást úr þvagsýninu. Hver þessara þátta er mikilvægur án þess að þeir séu
beinlínis tengdir hver öðrum; læknirinn þarf ekki neina heildarkenningu
eða -aðferð um hvemig hann eigi að meta eitt einkenni umfram annað.
Hann er næmur og gagnrýninn á þau öll og veit að allt er þetta háð
sjúkhngnum sem einstaklingi, sem ber jú öll þessi einkenni. Með sama
hætti er skihúngur okkar á fortíðinni bundinn við það fólk sem við rann-
sökum; hvert þeirra, mætti halda fram, þarfnast sinna eigin aðferða og
kenninga. Greiningarmarkmiðið og túlkunaraðferðirnar, sem beitt er á
texta og hluti, eru jafn krefjandi. Daglega fer fjöldi hugmynda þar á milli.
Ekkert vit er í því að fást aðeins við eina fræðigrein á kostnað annarra, á
þeirri forsendu að fornleifafræði, sagnfræði, bókmenntir eða listir hafi
sinn eigin fræðilega ramma. Ef einhver rammi er til gildir hann um þær
allar, þar eð efniviðurinn hefur orðið til fyrir tilverknað mannsins.
Mennirnir sjálfir og samfélög þeirra taka aftur á móti breytingum; þeir -
en ekki aðferðafræðin - mynda breytuna. Vinna okkar á að snúast um
viðfangsefni okkar, sjúklingana, en ekki um þá spurningu hvort við
eigum að beita fingri eða múrskeið við að greina. Fræðigreinar eru
einfaldlega tæki, ekki valdablokkir. Til hvers þá að gera þennan greinar-
mun þegar hann er bara til trafala?
Baráttan við að skilgreina sjálfsmynd sögulegrar fornleifafræði og
semja stefhuskrá um aðferðafræði hennar virðist stafa af þörfinni fyrir
einhvers konar sjálfræði hennar. Litið er á það að fást bæði við texta sem
og efhismenningu sem sérstakan kost, sem sé þess virði að fylkja sér um
og hefja yfir aðrar fræðigreinar sem keppt er við. Þetta næði þó aðeins
einhverri átt, ef um samkeppni irman fornleifaffæðinnar væri að ræða,
þar sem hún væri ekki rannsóknavinna heldur viðskiptalegt verkefhi;
hlutverk hennar væri þá ekki að átta sig á fortíðinni heldur að lifa af í
nútímanum. Andrén þykir eitthvað óþægilegt við að þurfa að leita að
fræðilegum eða aðferðafræðilegum forsendum sjálfsmyndar hins sögu-
lega fomleifafræðings, eða að leita hennar í rannsóknarefninu: „Við
getum litdð á gripi og texta sem tegundir (e. categories), sem hluti, sem
heimildir, eða sem ólík orðræðusamhengi, og innan sérhvers þessara
2 49