Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Side 253
TVEIR HJARTANS VINIR: FORNLEIFAFRÆÐI OG TEXTAR
ferli þegar verið er að rífa niður deildarmúrana með stöðluðu
einingakerfi; einnig er verið að endurmeta gildi vísindastarfs með tillitd
til þjóðarhagsmuna. Póstmódemisminn vinnur að af-sérhæfingu í fræði-
greinum í þeim skilningi að opinberir, sérfróðir, til þess bærir aðilar og
fylgifiskar þeirra, hið reglu- og stofnanabundna, víkja fyrir lýðræðis-
væðingu menntaheimsins þar sem kjörkassinn og markaðurinn ráða
ferðinni. Hnattræn samskipti og aðgangur að þekkingu er svo almennur
og jafn, og samkeppnin um að vera leiðandi svo sterk, að litdð er á
lesendafjölda verks, fjölda tdlvitnana eða gesta sem eina áreiðanlega og
hlutlausa mælikvarðann á það. Ottinn við að hafa ekkert fram að færa
hefur orðið tdl þess að háskólasamfélagið hefur ríghaldið sér í jafhingja-
mat á árangri, en ólíklegt verður að teljast að þessi aðferð eigi sér langa
framtíð. Þegar sérfræðingunum hefur verið steypt af stóli er litdð á
almenna hylli sem öraggustu matsaðferðina. Sagnfræði og fornleifafræði
þekkja slík tfmabil, rétt eins og þær hafa kynnst tímum þegar ríkjandi
hugmyndafræði lætur reisa minnisvarða eða krefst þess að allir beygi sig
undir ósveigjanlegar heimspekistefhur, sem kunna á öllu aðeins eina
skýringu. Af þessum sökum heyra eftirgrennslan á kapítalismanum og
leitdn að aðferðafræðilegri einingu eða einni leiðarkenningu til verkefha
gærdagsins. Þegar heimsveldin hafa liðið undir lok, ríkir skáldlistin.
Sumir fjölfaglegir hópar, svo sem fornfræðideildir háskóla, hafa náð
eftdrtektarverðum árangri og miðaldafornleifaffæðingar munu ávallt
hyllast tdl að mynda svipuð bandalög, er veita nemendum og rannsak-
endum aðgang að frumheimildum, lýstum handritum, höggmyndum,
minjastöðum, gerðffæðilegum röðum og gripasöfnum, dýrabeinum,
frjókornahnuritum, Hst, táknsæi, hugmyndafræði, hagffæði, landafræði,
latínu, rómönskum og germönskum tungumálum og bókmenntum, tón-
list. Þetta era ríkulegir og fjölbreyttdr heimar iðandi af myndum og hug-
myndum, þeirra og okkar. En það væri samt einnig rangt að boða
myndun fjölfaglegra hópa af þessum toga sem almenna forskrift. Fagleg
sérhæfing er af hinu góða við rannsóknir, af hinu vonda við kennslu en
hið gagnstæða á við um fjölfaglega hópa. Eigum við að vænta þess að
geta eflt yfirbyggingu fagsins og haft, eins og læknar, sérfræðingastétt er
þjónar stétt heimilislækna? Eða minnkað hana, losað okkur við skiptdng-
una í deildir og leyft þúsund blómum að blómstra? Ef til vill sitt af hvoru.
Næsta áratug eða svo mun fornleifafræði að líkindum verða stunduð með
frjóustum hættd í tímabundnum hópum, þannig að rannsóknirnar falli
251