Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2004, Page 254
MARTIN CARVER
eins og kennslan í nokkurs konar einingakerfi. í Evrópu að minnsta kosti
er líklegast að algengasta samstarfsformið túð rannsókmr á síðastliðnum
tveimur árþúsundum verði milli fornleifafræðinga, sérfræðinga í
tungumálum og bókmenntum, sagnfræðinga auk sérfræðinga í listasögu
og byggingarlistasögu. Með þessu móti ættu menn að geta á mannamáli
skipst á atbugunum og hugmyndaríkum túlkunum. Þörf er á nýrn
tegund skrifa, sem eru hvorki staðreyndir né skáldskapur, heldur
hugmyndarík endursmíð með gæsalöppum, heit vísindi, ljóðrænar
röksemdir og góð lesning, til að reka þátttakendur upp úr þekkingar-
fræðilegu mýrlendi sínu inn á almannasvið, þar sem líklegast er að mat
verði lagt á þá.
Óþarft er að binda slíka hópa við stofnanir eða jafnvel að finna þeim
stað innan eins háskóla enda þótt það hafi þann kost að efla samvinnu.
Rafrænir miðlar munu gera - og gera nú þegar - hugsanlega samstarfs-
menn ófeimnari, efla ævintýramennsku þeirra. Hugmyndin um „yfir-
textarm“ (e. hypertext) hefur breytt formi og byggingu rannsókna, þar eð
frumkvæðið flyst frá höfundi til lesanda. Rannsókn sem átti að standast
tímans tönn þurfd eitt sinn á að halda sannfæringarmætti fi'nna orða og
framsækinni röksemdafærslu um að ályktun ákveðins „kennivalds“ væri
hin rétta. Nú getur lesandinn sparað sér þau leiðindi að þurfa að hlusta
á einhvem reyna að sannfæra hann og gert kröfu um að kenningin (e.
thesis) sé öll sett fram í afbyggðri mynd. Hér getur lesandinn skotist inn
í og út úr myndinni á gagnvirkan hátt og hlýtt aðeins kalli eigin rann-
sókna. Því fylgja hættur að veita lesandanum vald: Lífið verður að per-
sónulegri baráttu þar sem hver otar síntun tota. „Sama gamla sagan!“,
heyri ég þig segja. En það er nýtt að horfst sé í augu við þetta. Þess vegna
em fjölfaglegar rannsóknir af hinu góða. Einstaklingar geta grafið eftír
upplýsingum að vild og Netið er kjörinn staður til að ge\ma bæði
„nákvæmar upplýsingar“ sem og tæknilegar umræður um þær. Fullburða
rannsókn þarf ennþá á fleiri en einum einstaklingi að halda, fólki sem er
tilbúið til að bera saman sjónarhorn sín og annarra, sem styðst við ólíka
miðla, fólki sem hefur ólíkar skoðanir á heiminum, en sem engar líkur
em á að hlaupist á brott eða hætti. Þetta væri ekki í ætt við léttvægt þref
á lokuðum kennarastofum, heldur við hinn vaxandi alvöm „debatt“ úti á
götu.
I nýlegum Reith-fýrirlestmm sínum - en þeir em árlegur viðburður á
vegum BBC - reyndi Anthony Giddens að sannfæra okkur um að hnatt-
252