Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 43
GRÓÐURHÚSAÁHRIF
lofd, þ.e. ar, sót og aðrar loftörður geta endurvarpað sólgeislun frá loft-
hjúpnum, auk þess sem þær geta haft áhrif á skýjamyndun. Þetta eru svo-
nefhd bein og óbein áhrif loftarða og í heild eru þau kælandi. Geisltmarálag
loftarða er því neikvætt og vegur að nokkru upp á móti geislunarálagi
langlífra gróðurhúsalofttegunda. Þegar tekið er tdllit til beggja þessara
áhrifa er niðurstaðan sú að geislunarálag hefur aukist, og þá hklegast um
1,6 W/m-, en rífleg vikmörk eru þó á þessu mati. Ovissan stafar að stórum
hluta af takmörkuðum skilningi á beinum og óbeinum áhrifum loftarða.
Við ystu mörk lofthjúpsins er styrkur geislunar frá sólinni um 1370
W/nr en þegar búið er að taka tillit til þess sem speglast út í geiminn frá
skýjum og yfirborði jarðar, og afgangnum er dreift jafnt á yfirborðið, þá
er sólarhringsmeðaltal geislunarinnar um 240 W/m2. Þetta er sú orka sem
sólin skilar að meðaltah á sekúndu á hvem fermetra. Augljóslega fellur
meira til á daginn en að næturlagi og meira í hitabeltinu en á pólsvæðum.
I samanburði við 240 W/m2 ffá sólinni virðast 1,6 W/m2 vegna aukirma
gróðurhúsaáhrifa ekki vera nein ósköp. Hins vegar ber að líta á það að
sólin hitar jörðina verulega yfir alkul (sem er um 273°C) en næði þó ekki
upp í frostmark vatns ef ekki kæmu til gróðurhúsaáhrif í lofthjúpnum.
Ef einungis kæmi til upphitun sólar væri meðalhiti jarðar um -18°C, en
áhrif lofthjúpsins hækka meðalhitann upp í 15°C eða um 33°C. Þó að 1,6
W/m2 virðist ekki mikið í samanburði við geislun sólarinnar þarf að skoða
þessa tölu í samanburði við hin náttúrulegu gróðurhúsaáhrif lofthjúpsins
og margvísleg gagnvirk áhrif sem auka áhrif geislunarbreytinga. Þá kemur
í ljós að áhrifin af þessum 1,6 W/m2 eru veruleg. Þau sjást m.a. greinilega
í hækkandi lofthita á undanfömum áratugum sem hefur ieitt tdl breytinga
á úrkomu, jöklum, snjóhulu, afrennsh og mörgum öðmm veðurfarstengd-
um þáttum.
Helstu breytingar á veðunengdum þáttum í náttíirunni
Frá upphafi iðnbyltingar hefur hlýnað á jörðinni (mynd 2). Á síðastliðnum
100 árum er hlýnun við yfirborð jarðar um 0,7°C að meðaltali. Hlýnunin
er almennt minni yfir úthöfum en meginlöndum. Á nokkmm stöðum í
heiminum hefur ekki hlýnað á þessu tímabili, t.d. yfir hafsvæðinu suðvest-
an \dð Island. Á síðustu áratugum hefur hlýnunin aukist; á tímabilinu
1981-2005 var hún tæplega 0,18°C á áratug sem er ríflega tvöföld meðal-
hlýnun hvers áratugar síðustu 100 árin og u.þ.b. fjórföld meðalhlýnun
hvers áratugar síðustu 150 árin. Einnig er hlýnunin síðustu áramgi víð-
41