Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Síða 164
STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR
túlkar sjónarhom gerandans (Hodder 1986, 1999). Framlag hans fól í sér
viðurkenningu á mismunandi viðhorlum fræðimanna sem alltaf gætir við
túlkanir á fortíðinni, jafht sem á eigin samtíma.
Ahrif kenninga áðumefhdra ffæðimanna urðu umtalsverð á fornleifa-
ffæðina því í stað þess að horfa eingöngu á efhismenninguna sem hlut-
bundna og dauða, var með hugmyndum þeirra farið að líta á hana sem
síbreytilega afurð lifandi samspils á milli menningar og náttúra. Ahrifin
hafa engu að síður borið með sér vaxandi gagmýni á þá ofuráherslu sem
lögð hefur verið á félagslega og menningarlega merkingu efhismenningar,
þ.e. efnisveruleikann, á kostnað hlutbundins sýnileika hemiar. Ekki hefur
samt verið tahð heillavænlegt að stíga til baka til vísinda- og ferlihvggju (e.
processualism) Nýju fornleifaffæðinnar (e. New Archaeology), heldur undir-
strikað að fornleifafræðilegar túlkanir hljóti að grundvallast bæði á hinu
hlutbundna og óhlutbundna.
I kjarna gagnrýninnar, sem einkum er sótt í smiðju félagsfræðingsins
Bruno Latour (1987), felst sú krafa að h'ta beri jaíhhliða á alla þá þætti
sem tilheyra viðfangsefninu hverju sinni. Hún felur þess vegna í sér höfn-
un á tvíhyggju hvers konar, t.d. að menningu sé strillt upp sem andstæðu
náttúm, manneskjum á móti dýmm, körlum á móti konum og þróuðu á
móti vanþróuðu, svo eitthvað sé nefht. Þetta á einnig við um tvíhyggju í
rannsóknunum sjálfum, t.d. að efhismenningin geri verið skilin frá eihis-
veruleika sínum, fortíðin ffá nútímanum, tíminn ff á rýminu eða fornleifa-
ffæðingurinn ffá viðfangsefni sínu. I slíkri mskiptingu felst að mati gagn-
rýnenda óhjákvæmilega yfirráð annars yfir hinu, auk þess sem gerandinn
sjálfur sé útilokaður frá viðfangsefhinu. Afheitun mhyggjunnar veitir í
staðinn svigrúm til þess að greina hið vlxlverkandi samspil mismunandi
þátta en án þess er raunveraleikinn ekki til (sjá t.d. Latour 1987, 2000;
Olsen 2003; Bhabha 2004; Tilley 2004; Miller 2005).
Bjornar Olsen (2003, bls. 95) hefur í þessu sambandi tekið aðdáun á
Porsche-biffeiðum sem dæmi. Þrátt fyrir að aðdáunin sjálf sé óhlutbund-
ið fyrirbæri, að hans mari, getur hún ekki átt sér stað nema fyrir tihist
biffeiðarinnar sjálfrar og þess sem skynjar hana. Tilvist efhisvemleikans
krefst nefnilega alltaf samspils gerenda, hins hlutbundna og hins óhlut-
bundna. Samkvæmt þessu má segja að fornleifarannsóknir gmndvallist á
endurvinnslu fyrirliggjandi aðstæðna og upplýsinga. Endurvinnslan felur
í sér greiningu fortíðar í nútímanum, þar sem gerandinn sjálfur er virkur
þátttakandi rétt eins og hið hlutbundna og óhlutbrmdna.
162