Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 90
GUÐNI ELISSON
Nú gætu Hannes og skoðanabræður hans haldið þH fram að saman-
burðurinn sem hér er settur fram sé falskur, að krabbamein og alnæmi séu
raunveruleg vandamál en hlynun veðurfarsins sé það hugsanlega ekki. En
þótt andmælendur ráðandi kenninga í loítslagsvísindum vísi gjarnan í lista
yfir þá vísindamenn sem efast um hina almennu sátt, gera andmælendur
ráðandi alnæmisrannsókna það líka.- Þeir segja að vísindalega sáttin sé
orðum aukin og geta einnig fiillyrt með réttu að í framtíðinni eigi efdr
að koma ffam á sjónarsviðið Hsindamenn sem eigi eftir að bylta skilningi
okkar á eðli sjúkdómsins. Þýðir það að þeim peningum sem varið er til
alnæmisrannsókna sé varpað á glæ?
Er gagnrýni efahyggjumannanna kannski meira í ætt tið hugmyndir
Thomasar Kuhn um hefðbundin vísindi ogvísindalega byltingu? Samkvæmt
Kuhn bre^mr byltingin öllum þeim viðmiðum sem vísindamenn ganga að
sem gefnum.28 Þorsteinn Gylfason skilgreinir þessi vísindalegu viðmið
sem hugmjmdaheima, stofnanir (t.d. rannsóknaráð, háskóladeildir, ffæði-
leg tímarit og málþing) og allt rdður í ákveðin vísindarit, kennslubækur,
tækni og beitingu mælitækja.29 Þessi viðmið stýra hefðbundnmn vísindum
samkvæmt Kuhn:
Viðmiðin ráða ferðinni með einum hætti fyrst og fremst: þau
skilgreina þau vandamál hverrar ffæðigreinar sem vert sé að fást
við og afheita öllum öðrum. Þar með kveða þau á um hvað telja
beri vísindi og hvað ekki, hverjir eru virðulegir vísindamenn
og hverjir ekki. Og með þessu móti sjá viðmiðin hinum Hrðu-
legu vísindamönnum, iðkendum hefðbundinna vísinda, fyrir
verkefnum sem oft geta enzt þeim öldum saman, ekki sízt á
sviði einberrar ffóðleiksöflunar. ... En þar kemur að kreppa
: Sjá t.d. „List of scientists opposing the mainstream scientific assessment of glo-
bal warming“ á vefsíðu Wikipedia: http://en.wikipedia.org/vriki/List_of_scient-
ists_opposing_the_mainstream_scientific_assessment_of_global_warming [sótt
3. desember 2008]. Egill Helgason vísar t.a.m. í þennan lista í færslunni „Enn urn
loftslagsfræði“ sem hann birti á bloggi sínu 12. apríl 2008: http://eyjan.is/silfur-
egils/2008/04/12/enn-um-loftslagsfraedi/ [sótt 3. desember 2008]. I athugasemd-
um við færslu Egils bendir Ingólfur Gíslason á að sams konar lista megi finna \dir
þá „vísindamenn [sem] efast um að HTV vírusinn sé orsök eyðnisjúkdómsins“. Um
alnæmisafheitara má lesa í færslunni „AIDS denialism“ á vefsíðu Wikipediu: http://
en.wikipedia.org/wiki/AIDS_denialism [sótt 3. desember 2008].
:8 Sjá hér einnig samantekt Þorsteins Gylfasonar í „Er vit í vísmdum?“, bls. 259-
264.
Þorsteinn Gylfason: „Er vit í vísindum?“, bls. 260 og 261.
29