Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 138

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 138
STEFAN SNÆVARR Reyndar hóf hann feril sinn sem hreinræktaður fyrirbærafræðingur en fyrirbæraffæðin er öldungis laus við útúrdúrasemi og fer sjaldnast milli- leiðir. Hann varð fljótt efins um ágæti þess að beina sjónum sínum að meintri hreinni hugsun eins og fyrirbærafi'æðin vildi. I þeirri hreinu hugs- un á vitundin að birtast eins og hún kemur fyrir af skepnunni, ómenguð af tungumáli, túlkun og samfélagi. En franski heimspekingurinn segir að hin hreina hugsun sé ekki til, vitundin og hugsunin séu samgróin tungumál- inu og gegnsýrðar táknum. Ekki sé hægt að skilja tákn og tungumál án túlkunar, þess vegna verði menn að túlka tákn til að skilja hugsunina. Landi Ricceurs, stórskáldið Charles Baudelaire, yrkir: „Þangað ferðast maðurinn gegnum táknanna skóg.“3 Ricœur hefði getað gert þessar ljóð- línur að kjörorði sínu og bent á að maðurinn verði að fara smalakróka í táknskóginum til að komast á leiðarenda þar sem hann mun öðlast fall- valta (sjálfs)þekkingu. Ricœur taldi að fyrirbærafræðin hefði fallið fyrir þeirri ffeistingu Descartes að halda að sjálfsskoðun gæti fært okkur örugga þekkingu á eðli sjálfs og vitundar. Sá sannleikskjarni er í þessari hugmynd að sjálfsskoðun- in getur sannað svo óyggjandi sé að sjálfið sé til. Meinið er að hún getur ekki sagt okkur neitt um hvað það sé.4 Til að skilja eðli sjálfsins ber okkur að stunda heimsskoðun, ekki naflaskoðun, horfa út á við, ekki inn á við. Astæðurnar fyrir þessu eru margar. I fyrsta lagi hefur vitundin ávallt við- föng, henni er ævinlega beint að einhverju, hún er íbyggin (intensjonal). Ekki er hægt að hugsa nema að hugsa um eitthvað ultekið og þetta eitt- hvað er viðfang vitundarinnar. Að breyttu breytanda gildir að við getum ekki bara si svona viljað allt og ekkert, að vilja þýðir að vilja eitthvað ákveðið. Slíkt hið sama gildir um tilfinningar, við erum reið út í einhvern eða elskum einhverja. „Einhver“ er viðfang hinnar reiðu eða ástföngnu vitundar. Af þessu leiðir að til að skilja vitundina (og sjálfið) verðum við að þekkja viðföng hennar, horfa út, leita merkingar sem finna má fyrir utan „L’homme y passe á travers des foréts de symboles.“ Þetta er úr Ijóðinu „Cor- respondances" („Samsvaranir") í ljóðabók Baudelaires Les Fleurs du Mal (Blóm hius illa) en auðvelt er að finna það bæði á frummálinu og í ýmsum þýðingum á Netinu. Eg snaraði ljóðlínunum sjálfur úr frönsku en geta má þess að ljóðið er til í íslenskri þýðingu Jóns Oskars. „Ce que je suis est aussi problématique qu’il est apodictique que je suis.“ Ricœur, „La question du sujet: le défi de Ia sémiologie“, Le conflit des interprétations: essais d’herméneutique, París: Seuil, 1969, bls. 238. 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.