Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Síða 138
STEFAN SNÆVARR
Reyndar hóf hann feril sinn sem hreinræktaður fyrirbærafræðingur en
fyrirbæraffæðin er öldungis laus við útúrdúrasemi og fer sjaldnast milli-
leiðir. Hann varð fljótt efins um ágæti þess að beina sjónum sínum að
meintri hreinni hugsun eins og fyrirbærafi'æðin vildi. I þeirri hreinu hugs-
un á vitundin að birtast eins og hún kemur fyrir af skepnunni, ómenguð af
tungumáli, túlkun og samfélagi. En franski heimspekingurinn segir að hin
hreina hugsun sé ekki til, vitundin og hugsunin séu samgróin tungumál-
inu og gegnsýrðar táknum. Ekki sé hægt að skilja tákn og tungumál án
túlkunar, þess vegna verði menn að túlka tákn til að skilja hugsunina.
Landi Ricceurs, stórskáldið Charles Baudelaire, yrkir: „Þangað ferðast
maðurinn gegnum táknanna skóg.“3 Ricœur hefði getað gert þessar ljóð-
línur að kjörorði sínu og bent á að maðurinn verði að fara smalakróka í
táknskóginum til að komast á leiðarenda þar sem hann mun öðlast fall-
valta (sjálfs)þekkingu.
Ricœur taldi að fyrirbærafræðin hefði fallið fyrir þeirri ffeistingu
Descartes að halda að sjálfsskoðun gæti fært okkur örugga þekkingu á eðli
sjálfs og vitundar. Sá sannleikskjarni er í þessari hugmynd að sjálfsskoðun-
in getur sannað svo óyggjandi sé að sjálfið sé til. Meinið er að hún getur
ekki sagt okkur neitt um hvað það sé.4 Til að skilja eðli sjálfsins ber okkur
að stunda heimsskoðun, ekki naflaskoðun, horfa út á við, ekki inn á við.
Astæðurnar fyrir þessu eru margar. I fyrsta lagi hefur vitundin ávallt við-
föng, henni er ævinlega beint að einhverju, hún er íbyggin (intensjonal).
Ekki er hægt að hugsa nema að hugsa um eitthvað ultekið og þetta eitt-
hvað er viðfang vitundarinnar. Að breyttu breytanda gildir að við getum
ekki bara si svona viljað allt og ekkert, að vilja þýðir að vilja eitthvað
ákveðið. Slíkt hið sama gildir um tilfinningar, við erum reið út í einhvern
eða elskum einhverja. „Einhver“ er viðfang hinnar reiðu eða ástföngnu
vitundar. Af þessu leiðir að til að skilja vitundina (og sjálfið) verðum við að
þekkja viðföng hennar, horfa út, leita merkingar sem finna má fyrir utan
„L’homme y passe á travers des foréts de symboles.“ Þetta er úr Ijóðinu „Cor-
respondances" („Samsvaranir") í ljóðabók Baudelaires Les Fleurs du Mal (Blóm hius
illa) en auðvelt er að finna það bæði á frummálinu og í ýmsum þýðingum á Netinu.
Eg snaraði ljóðlínunum sjálfur úr frönsku en geta má þess að ljóðið er til í íslenskri
þýðingu Jóns Oskars.
„Ce que je suis est aussi problématique qu’il est apodictique que je suis.“ Ricœur,
„La question du sujet: le défi de Ia sémiologie“, Le conflit des interprétations: essais
d’herméneutique, París: Seuil, 1969, bls. 238.
136