Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 141
SMALAKROKAR
enginn hefur heyrt eða notað áður.14 Þess vegna er sjálfsvitundin líka
drottnari tungunnar, segir Ricœur. Hann hagnýtir sér hugmyndir franska
málfræðingsins Emile Benveniste sem var á öndverðum meiði við form-
gerðarsinna. Gagnstætt því sem þeir sögðu þá er tungumálið ekki bara
lokað kerfi af mismuni, þar sem munur hljóða skapar merkingu, er merk-
ingin. Máhð samanstendur nefnilega ekki bara af orðum og táknum, sem-
ingin er fika hluti málsins. Og setningar geta vísað til veruleikans, þegar
við notum málið þá notum við einna helst setningar sem við höldum að
vísi til staðreynda. Þannig brjótumst við út úr hinu lokaða málkerfi.1’’
Sjálfsemdin
Til þess að skilja hugmyndir Ricœurs um sjálfsemd verðum vér að leggja
enn eina lykkjuna á leið vora, fara öngstigu sagna og athafna. Athöfn er
það sem hún er í krafti þess að vera skilin sem hður í ffásögu. Við tengjum
tímaþætti í athöfnum okkar saman í eina heild rétt eins og þær væru hluti
af frásögu.16 Fólk skilur og skapar viðburði í lífi sínu eins og þeir væru
atburðir í frásögu. Þess utan sér það sitt eigið líf sem harmleiki, gaman-
leiki o.s.frv., ekki síst í ljósi ffásagna sem það þekkir.17 Mér hefur dottið í
hug að Emma Bovary í skáldsögu Flauberts Madame Bovary hafi litið á líf
sitt sem harmleik í ljósi ástarsagnanna sem hún oflas sig á. Athugum líka
að við getum haft sjálfsemd sem „Rúnar raunamaður“ eða „Halli hlægi-
legi“. Ef við Ktum á Kf Rúnka sem harmleik er ekki ósennilegt að við gef-
um honum einkunnarorðið „raunamaður“. Og ef við sjáum Kf Halla sem
skopleik þá teljum við hann eiga skilið uppnefnið „hinn hlægilegi“. Þannig
lita frásögm skilning okkar á sjálfsemdum, bæði okkar og annarra. Því ætti
ekki að koma neinum á óvart þótt Ricœur setji fram kenningu um frá-
sögulega sjálfsemd. Hann er reyndar ekki fyrsti maður sem svo gerir.
Hugmyndin um að sjálfsemdin sé með einum eða öðrum hætti ffásöguleg
14 Chomsky, Mál og mannshugur (þýdd úr ensku), Reykjavík: Hið íslenzka bók-
menntafélag, 1973.
15 Ricœur, „La structure, le mot, l’événement“, Le conflit des interpre'tations, bls.
80-97.
16 Ricoeur, Time and Narrative. Volume I (þýdd úr ffönsku), Chicago og London:
University of Chicago Press, 1984, bls. 54-59.
17 Þannig túlkar Kathleen Blamey hann. Blamey, „From the Ego to the Self‘, í
Lewis Hahn (ritstjóri): The Philosophy of Paul Ricoeur, Chicago og LaSalle: Open
Court, 1995, bls. 579.
09