Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 91
EFAHYGGJA OG AFNEITUN
verður í ríki hinna hefðbundu vísinda. Kannski verður mótsagna
vart, kaxmski rekast menn á einhverjar staðreyndir sem koma
ekki alveg heim við viðmiðin, og margt fleira getur komið til.
Þessum ógöngum una ffæðimenn ótrúlega vel: stundum afaeita
þeir staðreyndum eða sjá þær ekki, oftast lappa þeir þó upp á
viðmiðskenninguna í þúsund og eitt skipti ... .30
Greining Kuhns á þekkingarkerfum hrekkur þó skammt til að skýra þá
vantrú sem hörðustu andstæðingar loftslagsvísinda sýna þeim. I skýrslu
bresku rannsóknastofaunarinnar Institute for Public Policy Research,
„Warm Words: How are we telling the climate story and can we tell
it better?“ frá ágúst 2006, skilgreina höfandarnir Gill Ereaut og Nat
Segnit31 afstöðu einstakhnga eins og Hannesar Hólmsteins og Andrésar
Magnússonar sem mælskufræðilega efahyggju (e. rhetorical scepticism), en þar
er „reynt að grafa undan niðurstöðum loftslagsrannsókna sem vondum
vísindum. ... A sama tíma og þeir vara við sannleikshrokanum í vísinda-
samfélaginu beita þessir harðlínumenn sérfi'æðingsrökum þegar þeir sækja í
skrif vísindalega minnihlutans, þess sem dregur í efa ráðandi skýringar um
loftslagshlýnun“.32 Þessum vísindamönnum, sem margir eru reyndar ekki
með sérfræðimenntun á sviðinu, falsa niðurstöður og hafa ekki birt gagn-
rýni sína í ritrýndum tímaritum, má einhverra hluta vegna betur treysta.
Þá er leitað náttúrulegra skýringa á hlýnuninni og hert á því að enn sé ekki
búið að svara ýmsum mikilsverðum spurningum eða sanna að hækkandi
hitastdg á jörðinni sé af mannavöldum. Vísindalega efahyggjan lýtur því
einvörðungu að þeim hluta loftslagsrannsókna sem gagnrýnendurnir eru
ekki sammála, ekkt að vísindunum almennt, eða fyrirfram skilgreindum
viðmiðum þeirra.
Um margt fylkja „vísindalegu efahyggjumennirnir“ sér um málstaðinn
Ifkt og stuðningsmenn knattspyrnuliðs. Þeir halda með sínu liði og van-
Þorsteinn Gylfason: „Er vit í vísindum?“, bls. 262-263.
31 Gill Ereaut og Nat Segnit: „Warm Words: How are we telling the climate story
and can we tell it better?“, Institute for Public Policy Research (www.ippr.org),
ágúst 2006. Nákvæmari greiningu á hrakspárorðræðunni má finna í grein minni
„Nú er úti veður vont: Gróðurhúsaáhrif og íslensk umræðuhefð“, sjá sérstaklega
bls. 12-18. Sjá einnig grein mína: „Þið munuð öll deyja: Lita dómsdagsspár hug-
myndir manna um loftslagsvísindi?“, Lesbók Morgunblaðsins, 19. apríl 2008, bls.
8-9.
32 Guðni Elísson: „Nú er úti veður vont: Gróðurhúsaáhrif og íslensk umræðuhefð",
sjá sérstaklega bls. 21. Eg fjalla sérstaklega um þessa orðræðu á síðum 21-33 í
greininni.
89