Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Side 111
EFAHYGGJA OG AFNEITUN
ur t.a.m. að vera hægt að staðfesta með óyggjandi hætti, sérstaklega ef
þeim er ætlað að kollvarpa ráðandi vísindakenningum. (An efa birtast með
reglulegu millibili gallaðar rannsóknir sem staðfesta vísindalegu sáttina
á röngum forsendum en þær hljóta ekki sömu alþjóðlegu athyglina og
rannsóknir sem ganga þvert á hana. Ef slíkar rannsóknir eru veigamiklar
er þeim um síðir ýtt út af borðinu af vísindasamfélaginu sjálfu, séu þær
gallaðar.)
Hér eru nokkrar vinnureglur sem er gott að fara eftir þegar meta á
sannleiksgildi frétta um loftslagsmál.
1) Hver styður rannsóknirnar? Eru þær studdar af merkustu vísinda-
akademíum í heiminum eða er þeim t.d. dreift af frjálshyggjuhugveit-
um á borð við Cato Institute, American Enterprise Institute, George C.
Marshall Institute og Heartland Institute, sem hafa allar um árabil verið
fjármagnaðar af olíu- og kolaiðnaðinum? Snemma á tíunda áratugnum
sendu hagsmunasamtök í hefðbundna orkugeiranum þrjá sérfræðinga í
áróðursherferð um Bandaríkin. Markmiðið var að setja „hnattræna hlýnun
fram sem kenningu fremur en staðreynd“ og markhópurinn átti að vera
„ómenntaðir miðaldra karlar og konur í láglaunastétt“. Þessu vinnuplaggi
var lekið út. Af hverju var markhópurinn þessi? Af hverju treystu menn
sér ekki til að standa með sannleikanum sem þeir boðuðu, með vísind-
unum?88
2) Hvar birtast rannsóknirnar oghverjir vinna þær? Komu þær út í viður-
kenndum vísindatímaritum og voru þær ritrýndar af sérfræðingum á svið-
inu? Eða eru þær gefhar út á öðrum vettvangi? Otrúlegustu „rannsóknir“
hafa hlotið brautargengi vegna þess að fféttamenn hafa ekki unnið heima-
vinnuna sína. „Rannsóknin“ sem lá að baki „Oregon-bænaskjalinu“ var
unnin af kristnum bókstafstrúarmanni, Arthur B. Robinson, með menntun
í lífefhafræði og rúmlega tvítugum syni hans sem hafði enga framhalds-
menntun, og hvorugur hafði bakgrunn í loftslagsvísindum. Hinir höfund-
arnir, Salli Baulinas og Willi Soon, eru stjarneðlisfræðingar og þekkt nöfn
í afneitunargeiranum. Skýrslan var gefin út af Oregon Institute of Science
and Medicine sem er stofnun sem Robinson rekur sjálfur (úr einu herbergi
á sveitabæ í Siskiyou-fjöllum í suðurhluta Oregonríkis) og frjálshyggju-
hugveitunni George C. Marshall Institute, sem var lengi vel leiðandi í
baráttunni gegn hertri tóbakslöggjöf en hefur á undanförum árum snúið
88 Um þetta er fjallað nánar í bók Ross Gelbspan: Boiling Point, bls. 51-52. Lykilmenn
í hópi sérfræðinga vora á þessum tíma Fred Singer, Partick Michaels, Sherwood
Idso og Robert Balling.
109