Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 65
ÁHRIF HLÝNUNAR Á LÍFRÍKI JARÐAR OG ÍSLANDS
Engin einhlít landfræðileg skilgreining er til á norðurslóðum en sam-
kvæmt skilningi Norðurskautsráðsins, sem er pólitískur firekar en veður-
farslegur eða vistfræðilegur, spannar svæðið um 33 milljónir ferkílómetra.
Þar af er þurrlendi um 15 milljónir ferkílómetra. Island, Grænland og
Færeyjar liggja í heild sinni innan svæðisins. I Skandinavíu og Norðvestur-
Rússlandi eru norðurslóðir afmarkaðar við heimskautsbaug. í Síberíu og
Kanada liggja mörkin á mótum barrskógabeltisins og skógartúndrunnar,
en í Alaska við trjálínu (1. mynd).
Meginniðurstöður ACIA-skýrslurmar eru þær að norðurslóðir séu sér-
lega viðkvæmar fyrir loftslagsbreytingum, að breytingar séu þegar haftiar
þar og séu hraðari en í nokkrum öðrum heimshluta. A næstu 100 árum er
miklu meiri breytinga á loftslagi að vænta og í kjölfar þeirra stórfelldra
vistfræðilegra, félagslegra og efhahagslegra breytinga. Loftslagsbreytingar
á norðurslóðum munu að öllum líkindum hafa keðjuverkandi áhrif um alla
jörð vegna hækkandi sjávarborðs, breytinga á sjávarstraumum, hlýnunar
neðri laga lofthjúpsins vegna aukinnar varmagleypni yfirborðs og vegna
aukins útstreymis gróðurhúsalofttegunda ffá ffeðmýrum og grunnsævi.
Gróðurbelti
Gróðurbelti norðurslóða spanna gróðurlitlar eða gróðurvana heimskauta-
eyðimerkur nyrst og tdl fjalla, skóglausar ffeðmýrar (túndrur) um mið-
bik svæðisins og skógartúndru með gisnum trjágróðri syðst uns samfellt
barrskógarbeltið tekur við. Skóglaus svæði norðurslóða þekja a.m.k. sjö
milljónir ferkílómetra. Stærstu freðmýramar era í Rússlandi og Síberíu
þar sem þær teygja sig allt norður til Norður-íshafsins. I Kanada þekja víð-
áttumiklar heimskautaeyðimerkur nyrstu landsvæðin.
Með hlýnandi loftslagi og aukinni úrkomu má gera ráð fyrir því að
gróðurbeltin hnikist til norðurs - sums staðar um nokkur hundruð kíló-
metra. Nyrðri mörk skóga færast inn á freðmýramar og upp eftdr fjalla-
hlíðum og samfelldur gróður sækir inn á heimskautaeyðimerkurnar í
norðri. A sama tíma gengur sjór inn á láglendið norðan frá vegna hækkandi
sjávarborðs. Sum spálíkön gera ráð fyrir því að ffeðmýrabeltið minnki um
allt að 50% á þessari öld og að í aldarlok verði umfang þess svipað eða
minna en það var fyrir um 6000-8000 árum þegar óvenjuhlýtt var í þess-
um heimshluta (ACIA 2004).
Æda mætti að stækkun barrskógabeltdsins til norðurs auki kolefnis-
bindingu og dragi þar með úr hlýnun. A mótd vegur að aukin varmagleypni
barrskógar miðað við freðmýrar eykur á hlýnunina. Freðmýrar, sem eru
ó3