Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 145
SMALAKROKAR
harmleik. Manni segir sem sagt ævisögu sína sem hún væri gamansaga,
Nonni segir sína sem harmræna frásögn, harmsögu ævi sinnar. Ætla má
að túlkanimar sem sKkar auki meðfædda hneigð þeirra annars vegar til
þunglyndis, hins vegar bjartsýni. Sjálfar þekki ég af eigin raun hvernig
hugarástand og ævisaga em samofin. Stundum hefur mér fundist ævi mín
vera eins konar „Bildungsroman“ (þroskaskáldsaga) þar sem hetjan, ég
sjálfur, hef oft komist í hann krappan en lært af erfiðleikunum og þroskast
fyrir vikið. Stundum hef ég svo séð lífshlaup mitt með augum Nonna, sagt
sjálfum mér sjálfs-harmsögu mína. Af þessu dæmi má sjá að sjálfssagan er
ekki sjálfsögð, hún er túlkunum undirorpin.
Hvað um það, svo vill til að tvenns konar samsemdir (ídentítet) em
tengdar sömsku: í fyrsta lagi númerísk samsemd, líkami minn er minn lík-
ami og ekki lfkami Nonna í næsta húsi. I öðm lagi samsemd eiginleika,
t.d. það að Jón og Gunnar em báðir í sama jakka. Jakkarnir hafa nákvæm-
lega sömu eiginleika, skipta má á þeim án þess að nokkur sjái muninn
(munurinn er bara númerískur). Sjálfsku-sjálfsemdin er annars vegar
bundin þeirri staðreynd að líta má á sjálfið sem leikhlutverk og/eða per-
sónu í frásögu. Hins vegar er hún tengd því að vera orðheldinn, að vera sá
sami sem lofar einhverju á tdlteknu augnabliki og efnir það á öðra tilteknu
augnabhki. Þessi hlið sjálfskunnar er svo að segja hið siðferðilega, vilja-
tengda og hrein-sjálfsku-lega við sjálfið. Siðferðilegi þátturinn í loforðinu
er sá að það er að öllu jöfinu siðferðilega rétt að halda loforð. Hið vilja-
tengda er sú staðreynd að við getum valið hvort við efhum loforð eður ei.
Gagnstætt þessu getum við ekki valið hvers konar hlutverk við leikum í
tragíkómedíu Kfsins. Leikhlutverkið er sumpart nær því vélræna við
sömskuna. Sá sem leikur hlutverk fíflsins verður áfram fífl. En eins og
áður segir er okkur í sjálfsvald sett hvort við stöndum við gefin loforð. Við
sköpum hluta af okkur sjálfum með því að efna eða svíkja loforð. Með sfík-
um athöfnum fáum við sjálfsemd sem þéttlyndir menn eða óábyrgir ein-
staklingar. Þannig getum við skapað okkur sjálf að hluta, þessi sjálfssköp-
unarhlið okkar hefur hreint sjálfsku-eðh.32
Franski hugsuðurinn segir að sjálfið sé ekki það sama og „égið“, „að
segja „sjálf1 er ekki að segja „ég““.33 Upplifun égsins (sjálfsvitundarinnar?)
af því að vera til getur ekki verið kjarninn í skilningi á sjálfsemdinni. Eins
32 Sama rit, bls. 116.
Sama rit, bls. 18.
z43