Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 147
SMALAKROKAR
samviskunnar sem við heyrum stundum án þess að vilja það.36 Sjálfið er að
sumu leytd það sem það er vegna „andspyrnu“ samvisknnnar. Þetta andóf
samviskunnar er hluti af hinni siðferðilegu hlið sjálfsins án þess að ég
hyggist fara nánar út í þá sálma.3/ I stað þess vil ég vekja athygli á því að
greining Ricœurs á óvirkninni er mjög í anda fyrirbærafræðinnar.
Ekki er nóg með að díalektísk spenna sé milli sjálfsins og annarleikans,
það er líka viss spenna milli sjálfsku og sömsku. Astæðan er sú að það er í
góðu lagi að segja að tiltekinn maður hafi sömu sjálfsku þótt hann breytist
talsvert í tímans rás. En það að hann hefur líka sömsku gerir að verkum að
við verðum að gera ráð fyrir ákveðnum stöðugleika, fasta. Þá má spyrja
hvernig við getum haft vissan óbreytanlegan þátt um leið og við breyt-
umst stöðugt. Frásagan leysir þennan vanda, segir Ricœur. I öllum frásög-
um er bæði fasti og breytingar. Ricœur nefnir fastann „concordance“
(samhljóm), hið gagnstæða „discordance“ (mishljóm). Mishljómar eru
óvæntir atburðir sem trufla stöðugleika fastans. Samt getur frásagan sam-
einað báða þætti og getur með svipuðum hætti sameinað sömsku sem ein-
kennist af samhljómi og sjálfsku með hneigð sinni til mishljóms. Hiér er á
ferðinni kantverskur samþættingur hins ósamstæða og fjölbreytta.38
Reyndar hefur frásagan forskilvitlegt eðli að mati Ricœurs og hún gegnir
nánast hlutverki hins forskilvitlega sjálfs þegar reynslusjálf eru annars veg-
ar.39 Það er ekki síst sögufléttan sem gegnir þessu forskilvitlega hlutverki,
hún hefur t.d. afgerandi þýðingu þegar um er að ræða sköpun söguper-
sóna. Það er ffásagan sem skapar hið stöðuga við sögupersónuna, fasta
hennar.40 Þrátt fyrir þetta breytast frásögulegar samsemdir stöðugt.
36 Kenningar Ricœurs um óvirkni eru svo óskýrt orðaðar að ég leyfi mér að spinna
aðeins við þær og reyna að skýra með mínum eigin hætti. Ricœur, Oneself as
Another, bls. 318-356.
3' Fyrir þá sem lesa dönsku vel má benda á prýðilega kynningu Peters Kemps á
þessari hlið hinnar ricœursku hugsunar. Kemp, Praktisk visdom. Om Paul Ricoeurs
etik, Kaupmannahöfn: Forum, 2001.
38 Kantversk speki er speki sem innblásin er af Kant. Slík speki gerir ráð fyrir því að
hugurinn hljóti að samþætta margbreytilega og ósamstæða reynslu, t.d. með því
að fella slíka reynslu undir hugtök á borð við hugtakið um hlut. Sætt bragð, rauð-
ur litur, hringlaga form og fleira sem hugurinn hefur reynslu af undir vissum
kringumstæðum er fellt undir hugtakið epli en epli er jú ákveðinn hlutur.
39 Ricœur, Oneself as Another, bls. 141.1 hefðinni frá Kant er hið forskilvitlega sjálf
nánast heild þeirra skilyrða sem verða að vera fyrir hendi ef sjálf og reynsla eiga að
geta verið til. Reynslusjálf (empirísk sjálf) eru einfaldlega raunveruleg, gefin sjálf,
sjálf mitt og sjálf þitt. Við höfum reynslu af okkar eigin vitund.
40 Ricœur, „Narrative Identity“, í Wood (ritstjóri): On Paul Ricoeur, bls. 195.
J45