Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 181
AFNEITUNARIÐNAÐURINN
Land
Lúxemborg
Bandaríkin
Bredand ...
Bangladesh
Eþíópía ...
Losun koltvíoxíðs árið 2003
(tonn á hvem íbúa)
.............. 24,3
.............. 20,0
.............. 9,5
.............. 0,24
.............. 0,06
Heimild: Orkuupplýsingastofnun Bandaríkjanna (US Energy Information Administratiorif
Vegna þess að flest ríkustu lönd jarðar eru staðsett í tempraða beltinu
munu vistkerfi þeirra að minnsta kosti til að byrja með ekki verða fyrir
jafnmiklum áhrifum. Þessi lönd ráða einnig yfir meira fé sem nota má til
að vemda íbúana fyrir flóðum, þurrkum og öfgum í hitastigi. Innan þess-
ara ríkja mrmu ríkustu íbúarnir, sem geta einfaldlega keypt sig út úr vand-
anum, bíða minnstan hnekki. Eins og meðfylgjandi tafla gefur til kynna er
refsingin í öfugu hlutfalli við það hverjir eiga mesta sök.9
Eþíópíubúar losa að meðaltali einn fjögurhundruðasta hluta þess kol-
tvíoxíðs sem íbúar Lúxemborgar losa, en í síðarnefhda landinu er mesta
þjóðarframleiðsla í heimi miðað við höfðatölu.10
Að biðja auðuga íbúa ríkustu landa heims um að grípa til aðgerða til að
koma í veg fyrir loftslagsbreytingar felur um leið í sér að biðja þá um að
láta róa margt af því sem þeir hafa í hávegum - kraftmikla bfla, flugferðir
til Toscana, Taflands og Flórída - í þeim tilgangi að hjálpa öðru fólki.
Vandinn eykst vegna þess að tengslin á milli orsakar og afleiðingar
virðast harla langsótt. Með því að kveikja á olíukyndingunni, fylla ketilinn
með vatni, keyra börnin í skólann og fara akandi í verslunarferðir erum við
að dæma annað fólk til dauða. Við völdum okkur aldrei þetta hlutskipti.
Við teljum okkur ekki vera morðingja. Við gerum þessa hluti án allrar
ástríðu og ásetnings.
8 Energy Information Administration, InternationalEnergy Annual 2003, 2005, tafla
H. 1 cco2 (World Per Capita Carbon Dioxide Emissions from the Consumption and
Flaring of Fossil Fuels, 1980-2003): http://www.eia.doe.gov/pub/intemational/
iealL tableh 1 cco2 .xls.
9 Sjá einnig Gúnther Fischer, Mahendra Shah, Harrij van Velthuizen og Freddy
O. Nachtergaele, „Global Agro-ecological Assessment for Agriculture in the
21st Century“, Intemational Institute for Applied Systems Analysis and Food
and Agriculture Organisation, júlí 2001: http://wvrw.iiasa.ac.at/Research/LUC/
SAEZ/pdú gaez2 002 .pdf.
10 The Eccmomist Pocket World in Figures 2005 (London: Profile Books 2004), bls. 28.
!79