Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 96
GUÐNI ELÍSSON
• Þegar hinn almenni borgari „skilur“ (ber kennsl á) óvissu í lofts-
lagsvísindum; þegar óvissukennslm verða hlutd af „viðtekinni þekk-
ingu“.
• Þegar fjölmiðlar „skálja“ (bera kennsl á) óvissu í loftslagsvísindum.
• Þegar þeirri sýn sem dregur í efa „viðtekna þekkingu“ er gert jafn
hátt undir höfði í fjölmiðlum og loftslagsvísindum.
• Þegar leiðtogar í iðnaði skilja þá óvissu sem felst í loftslagsvísind-
um, en það gerir þá að sterkari boðberum en þá sem móta lofts-
lagsumræðuna.
• Þegar þeir sem styðja Kyoto-samkomulagið í Ijósi núverandi lofts-
lagsrannsókna virðast vera úr tengslum við raunveruleikann.
Olíuiðnaðurinn hefur lagt gríðarlegar fjárhæðir í þetta áróðm'sverkefni, en
meðal styrkþega eru ýmsir af þeim vísindamönnum sem frjálshyggjumenn
vísa í máli sínu til stuðnings og margar frjálshyggjuhug\eitur.4:' Það er elcki
hægt að segja að þessum peningum hafi verið illa varið af hálfu olíuiðn-
aðarins.46
Sú róttæka afstæðishyggja í loftslagsmálum sem olíuiðnaðurimi hefur
boðað á undanförnum tuttugu árum á því lítið skylt við gagnrýna orðræðu-
greiningu, hvort sem við kennum hana við Alichel Foucault, Karl Popper
eða Thomas Kuhn, þvert á það sem margir gætu haldið.4 Það er til marks
44 Sjá: http://www.euronet.n1/users/e_wesker/ew@shell/API-prop.html [sótt 5.
nóvember 2007]. Sjá einnig skýrslu sem Greenpeace lét vinna og gaf út í október
2002: http://www.greenpeace.org.uk/media/reports/exxons-weapons-of-mass-
deception [sótt 5. nóvember 2007].
45 Hér má nefha heimasíðuna exxonsecrets.org, en þar má finna upplýsingar um
þær íjárhæðir sem olíurisinn ExxonMobil hefur greitt í sjóði hjá hinum ýmsu
frjálshyggjuhugveitum sem eru framarlega í gagnrýninni á loftslagsvísindi, s.s.
Competitive Enterprise Institute, American Enterprise Insitute for Public Policy
Research, Adas Economic Research Foundation, Frontiers of Freedom Institute
and Foundation og Heritage Foundation. Sjá „How ExxonMobil Funds Climate
Change Skeptics“: http://www.exxonsecrets.org/maps.php. [Sótt 1. desember
2008]. Handhægupphafssíða er einnig: „Global warming skeptics" á Source Watch:
http://www.sourcewatch.org/index.php?title=Climate_change_skeptics [sótt 2.
desember 2008].
46 Um þetta má lesa víða, t.d. í George Monbiot: Heat: How to Stop the Planet From
Buming. [Sjá íslenska þýðingu á hluta bókarinnar í þessu hefti, bls. 177-206.]
47 Sjá t.d. bloggfærslu Garðars Baldvinssonar bókmenntafræðings, „Uppskipun orð-
ræðunnar" frá 23. október 2007, þar sem hann heldur þ\n ranglega fham að í skrif-
um mínum telji ég að „í samfélagi vísindamanna [...] séu allir sem einn að sinna
heilagri sannleiksleit og finni á vegferð sinni aðeins einhvern sannleika sem hafinn
sé yfir allan vafa“. Garðar notar síðan dæmið um Galíleó ináli sínu til stuðnings. I
94