Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Blaðsíða 202
GEORGE MONBIOT
í umræddri grein Singers, „Ruslvísindi hjá Umhverfisstofnun Banda-
ríkjanna“, var fiillyrt að:
Nýjasti „háskinn11 - umhverfisáhrif tóbaksreyks - hefur mætt
gagnrýni úr mörgum áttum og hefur verið lýst sem hroðalegustu
afbökun sem niðurstöður vísindanna hafa verið beittar fyrr og
síðar.109
Singer lét að því liggja að Umhverfisstofnunin hefði þurft að „laga tölurn-
ar til“ í skýrslu sinni um óbeinar reykingar. Þetta var einmitt sama skýrsla
og Philip Morris og APCO hófu herferð gegn mánuði áður en Singer
skrifaði grein sína.
I öðru minnisblaði kemur í ljós að APCO hefur rætt við Fred Singer
um leiðir til að koma á laggirnar alþjóðlegri hreyfingu sem ynni að mark-
miðum TASSC.110
Eg hef engar sannanir fyrir því að Fred Singer eða samtök hans hafi
þegið fé af Philip Morris. En margar aðrar hreyfingar sem Exxon hefur
veitt fé til og hafa reynt að hrekja kenninguna um loftslagsbreytingar hafa
einnig fengið fjármagn frá tóbaksiðnaðinum.111 Þar á meðal eru ýmsar
þekktustu „hugveitur“ í heimi: Competitive Enterprise Institute, Cato
Institute, Heritage Foundation, Hudson Institute, Frontiers of Freedom
Institute, Reason Foundation og Independent Institute, auk George Mason
University’s Law and Economic Center.112 Eg get ekki annað en velt því fyrir
mér hvort til sé nokkur þáttur í hugarheimi „íhaldsmanna" í Bandaríkjunum
sem ekki hafi mótast og þegið fé af þessum stórfyrirtækjum.
Aður en ég komst yfir þessi gögn hélt ég að allar þær ásakanir, móðgan-
ir og skammir sem fólk af þessu sauðahúsi hefur hellt yfir umhverfissinna
væru persónulegs eðlis: að þau hötuðu okkur í raun og veru og hefðu aflað
sér liðsinnis manna sem væru reiðubúnir að borga því fyrir að tjá þessar til-
finningar sínar. Nú geri ég mér grein fyrir því að þetta fólk hefur einungis
ljáð stórfyrirtækjunum krafta sína.
Science“) til Ellenar Merlo o.fl., 8. mars 1993, Bates nr. 2021178205: http://
Iegacy.library.ucsf.edu/cgi/getdoc?tid=iuj46e00&fmt=pdf&ref=results.
109 S. Fred Singer, ,Junk Science at the EPA“, 1993, Bates nr. 2021178206-
2021178208, bls. 2: http://legacy.library.ucsf.edu/cgi/getdoc?tid=cuj46e00&
fimt=pdf&ref=results.
110 Tom Hockaday og Neil Cohen, „Thoughts on TASSC Europe" (sjá nmgr. 63),
bls. 5.
111 Philip Morris, „Public Policy“ (sjá nmgr. 83).
112 Sama rit.
200