Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Page 203
AFNEITUNARIÐNAÐURINN
En hvarvetna er tekið mark á þeim í þölmiðlum hins enskumælandi
heims. A BBC voru umræður í beinni útsendingu í júlí árið 2004 kynntar
á efdrfarandi hátt:
Spyrjið sérfræðingana: Hvað ber framtíðin í skauti sér varðandi
loftslagsbreytingar? ... Spumingum þínum verður svarað af
fyTrverandi umhverfisráðherra Bretlands, Michael Meacher, og
dr. S. Fred Singer, sérffæðingi á sviði loftslagsbreytinga.113
Umræðumar hjá BBC öttu stjómmálamanni á móti vísindamanni: kenni-
valdið virtist með öðmm orðum eiga sér fulltrúa í „loftslagssérfræðingn-
um“ dr. Singer, enda þótt skráin yfir birt ritverk hans síðustu tuttugu
árin væri heldur rýr í roðinu. BBC tók Singer fram yfir þá mörg þúsund
umhverfisvísindamenn sem em hæfari en hann vegna þess að ritstjór-
amir héldu að þama lægju átakalínumar: milli þeirra sem halda því fram
að loftslagsbreytingar séu staðreynd og þeirra sem halda því fram að svo sé
ekki. Ritstjóramir stóðu í þessari trú þrátt fyrir fjölmargar ábendingar frá
The Royal Society sem vísuðu í öfuga átt, vegna þess að Fred Singer, Steve
Milloy og samverkamenn þeirra hafa náð að koma þessari skoðun að þegar
þeir koma fram í fjölmiðlum. A þennan hátt viðheldur skoðunin sjálffi sér.
Fram á mitt ár 2005 virtist BBC ekki geta efnt til umræðna um lofts-
lagsbreytingar án þess að kalla til fulltrúa afneitaranna sem þiggja fé af
Exxon þannig að sú skoðun fengi að hljóma að loftslagsbreytingar væm
ekki að eiga sér stað. Aðeins einu sinni sagði BBC hlustendum sínum ffá
því að einn sérffæðinganna sem tæki þátt í umræðunum hefði þegið fé ffá
olíufyrirtæki.114 Halda má því ffam að úr því að ekki var greint ffá hags-
munatengslunum hafi BBC verið að gefa stórfyrirtækinu ókeypis útsend-
ingartíma án þess að láta þess getið. BBC virðist nú hafa vaknað upp af
værum svefhi varðandi það að hafa „látdð þetta fólk draga sig á asnaeyr-
unum“ (eins og yfirmaður nokkur innan BBC orðaði það við mig). En í
Bandaríkjunum og í Astralíu em sérffæðingar á vegum Exxon enn sem
fyrr kynntir sem alvöm vísindamenn. Steve Milloy hefur til dæmis komið
fram á CNN, ABC, MSNBC, National Pubhc Radio og í flestum helstu
þáttum á Fox Ne\vs-stöðinni.11;>
113 http//news.bbc.co.uk/nol/shared/bsp/hi/live_events/fomms/04/1091183999/
html/f_info.stm.
114 Today Programme, 19. maí 2005, BBC Radio 4: http://www.bbc.co.uk/radio4/
today/l...al_20050519.ram.
115 http://www.junkscience.com/Junkman.html.
201