Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2008, Qupperneq 167
SKRIÐUKLAUSTUR í FLJÓTSDAL
Höfuðviðfangsefni kirkjulegra stofnana, líkt og klaustra, grundvallaðist
því á andlegri og líkamlegri líkn sem sniðin var að staðbundnum þörfum á
hverjum stað fyrir sig. Mörg klaustur ráku þess vegna spítala þar sem jafnt
hand- sem lyflækningar voru stundaðar, en önnur sinntu á hinn bóginn
einungis andlegri samfélagshjálp (Moller-Christensen 1982; Olsen 1996;
Gilchrist og Sloane 2005; Jón Ólafur ísberg 2005; Miller og Saxby 2007;
Vilborg Auður ísleifsdóttir 2008).
Grunnform bygginga klaustranna mótuðust af þessum þáttum sem
hlutgerðu þannig hugmyndafræðilegan grundvöll þeirra. Innan hins lok-
aða rýmis klaustranna þurftu að vera önnur minni rými sem öll þjón-
uðu ákveðnum hlutverkum, til dæmis svokallað samtalsherbergi, hitunar-
hús, matsalur, eldhús, baðhús og svefhskáli, svo einhver þeirra séu nefnd.
Kirkjan var nauðsynleg til helgihalds, einnar helgustu skyldu klaustursins,
og klausturhúsin fyrir daglega starfsemi þess, auk klausturgarðsins sem
var sameiginlegt rými fyrir reglubræður og systur. I klausturgarðinum var
venjulega brunnur sem tákna átti uppsprettu lífsins. Ibúar klaustursins
gáfu því síðan merkingu með þátttöku sinni í starfsemi þess (Gunnar F.
Guðmundsson 2000, bls. 212-218; Gilchrist og Sloane 2005; Kristján
Valur Ingólfsson 2008; Samson B. Harðarson 2008).
Eitt shkra klaustra var Skriðuklaustur í Fljótsdal en það var stofnað við
lok 15. aldar og rekið til siðaskipta. Frá því að uppgröftur hófst á rústum
þess árið 2002, hafa verið grafin upp úr þeim tíu mismunandi rými sem
saman mynda þyrpingu húsa. Innan þyrpingarinnar voru allar þær grunn-
einingar sem kaþólskt klaustur þurfti að hafa, þ.e. klausturhús, klaustur-
kirkja og klausturgarður, auk þess sem í ljós hefur komið að starfsemi
klaustursins var í samræmi við hlutverk kaþólskra klaustra á alþjóðavísu.
Byggingin var hins vegar reist úr innlendum efhiviði, grjóti, torfi, mold
og rekaviði. Ahöld og innanstokksmunir voru bæði innfluttir og gerðir úr
staðbundnum efniviði (Steinunn Kristjánsdóttir 2008a, bls. 28).
Við uppgröfrinn hafa innan sem utan húsaþyrpingarinnar verið opn-
aðar grafir þölda einstaklinga sem flestir þjáðust í lifanda lífi vegna ýmiss
konar áverka, kvilla og sjúkdóma. Er þar helst að nefha beinbrot, tann-
ígerðir og meðfædda fötlun, auk smitsjúkdóma þessa tíma á borð við sára-
sótt, berkla, sull og lungnabólgu sem einnig voru vel þekktir utan Islands á
miðöldum (Guðný Zoéga 2007, 2008; Pacciani 2006, 2007).
Kvillar þessir og sjúkdómseinkenni á beinagrindunum benda til þess
að spítali af einhverju tagi hafi verið rekinn í klaustrinu. Þessu til stað-
!Ó5