Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 12
HOSKULDUR ÞRAINSSON
hugniyndum Chomskys. Þeir sem telja sig þekkja vel til sögu málfræð-
innar segja þá stundum eitthvað á þá leið að Chomsky hafi nú ekki fimd-
ið ummyndunarreglumar upp. Það hafi nefiiilega verið kennari hans við
Pennsylvaniuháskóla, Zellig Harrisr' Það er að hluta til rétt. Upp úr 1950
var Harris að þreifa sig áfram með leiðir til þess að lýsa þeim staðrejmdum
að það er reglulegt eða fyrirsegjanlegt samband milli tiltekinna seminga-
gerða, til dæmis germyndar og þolmyndar. Þess háttar sambandi lýsti hann
með svonefhdum ummyndunarreglum sem leiddu eina semingagerð af
annarri. Chomsky tók hugmyndina um ummyndanir upp eftir Harris, en
hann gerði í raun miklu meira en það: „He stole Harris’ crossword puzzle
and made a theory out of it,“ sagði bandarískur málvísindamaður einu
sinni við mig og það er býsna mikill sannleikur í þessu.4 Chomsk}' nýtti sér
ýmsar hugmyndir sem Harris var með um framsetningu á málfræðireglum,
en hann bjó til kenningakerfi úr krossgátunni. Eitt af því sem málnotendur
hafa tilfinningu fyrir eru reglubundin vensl á milli setningagerða og þekk-
ing á þessurn venslum er þá hluti af málkunnáttu þeirra. Venslunum má
t.d. lýsa með ummyndunarreglu. Svipaða hugmynd má þó re\ndar finna
í íslenskri bók sem er eldri en bók Harris, nefhilega í lslenzkri málfrœði
Björns Guðfinnssonar. Þar eru myndir eins og (1) til dæmis:5
Hesturinn (þf.) var sóttur (af drengnum (þgf.)).
Þótt þetta sé býsna skemmtdlegt dæmi er meginatriðið þó þetta: Bæði
Björn Guðfinnsson og Harris töldu sig vera að lýsa tungumálinu sem sjálf-
stæðu kerfi og voru ekki sérstaklega með málnotandann eða kunnáttu hans
í brennidepli. Chomsky telur sig aftur á móti vera að lýsa málkunnáttunni,
þ.e. þeirri „málfræði“ sem málnotendur þurfa að hafa í höfðinu til þess að
3 Zellig S. Harris, Methods in StructuralLinguistics. Chicago: University of Chicago
Press, 1951.
4 Þetta var Ivan Sag, sem tók á sínum tíma meistarapróf í málvísindum ffá University
of Pennsylvania, doktorspróf ffá Massachusetts Institute of Technology og kenndi
síðan um tíma við University of Pennsylvania og var þannig bæði nemandi þeirra
Harris og Chomskys og síðan samstarfsmaður Harris.
5 Björn Guðfinnsson, Islenzk málfræði handa skólutn og útvarpi. 4. útgáfa. Reykjavík:
Isafoldarprentsmiðja, 1946, bls. 85. Mig minnir að Eiríkur Rögnvaldsson hafi
upphaflega bent mér á þetta.
IO