Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Side 13
UM HVAÐ SNÝST MÁLIÐ?
geta talað mál og skilið það. Það er viðfangsefni málfræðinga að lýsa þess-
ari kunnáttn, að dómi Chomskys, eins og nú verður rakið.
Viðfangsefni málf'œðinga
í bók sinni Knowledge ofLanguage: Its Natnre, Origin and Use ræðir Chomsky
meðal annars um tvenns konar sjónarhorn sem menn hafa þegar þeir hugsa
um mál.6 Annars vegar horfa þeir á málið sem eitthvað sem menn kunna,
eitthvað sem er hluti af málnotandanum og býr innra með honum, hann
tileinkar sér á máltökuskeiði, notar og getur jafnvel glatað, t.d. þegar hann
fær málstol. Þetta kallar Chomsky innra mál (eða I-language, þar sem I
stendur einkum íyrir intemal, en einnig má hugsa sér að vísað sé til indi-
vidual ‘einstaklingsbundinn’ og jafnvel fleiri hugtaka).' Hins vegar horfa
menn á málið utan frá, sem eitthvað sem hefur sjálfstæða tilvist og „er
þarna úti“, óháð málnotandanum, ef svo má segja. Formgerðarsinnaðir
málfræðingar h'ta þá á það sem einhvers konar táknkerfi sem lýtur eigin
lögmálum og hægt er að rannsaka út af fyrir sig (sbr. þau ummæli sem
oftast eru kennd við Saussure að málið sé un systeme oú tout se tient ‘kerfi
þar sem hvað bítur í skottið á öðru’),8 aðrir kannski sem menningarverð-
mæti eða sameiningartákn. Það er þá þetta ytra mál sem átt er við þegar
sagt er til dæmis: „Astkæra, ylhýra málið ...“ eða „Tungan geymir í tímans
straumi...“. Stundum tala menn líka um málið sem „verkfæri“ eða „tæki“
eða hlutgera það á annan hátt. Þetta kallar Chomsky ytra mál (e. extemal
language, E-language). Chomsky telur að það sé innra málið sem hljóti að
vera viðfangsefni málfræðinga fyrst og ffemst, þ.e. málkunnáttan sjálf.
Málfræðin er þá málkunnáttufræði, fjallar um málkunnáttuna og eðli
hennar.
Það er fyrst og fremst í þessari nýju afstöðu sem bylting Chomskys
er fólgin. Hún verður best skýrð með dæmum um það hvaða áhrif þessi
6 Noam Chomsky, Kmrwledge of Language: Its Nature, Origin and Use. New York:
Praeger, 1986.
1 Sbr. Noam Chomsky, The Minimalist Program. Cambridge, Mass: The MIT Press,
1995, bls. 6.
s Ferdinand de Saussure, Cours de linguistique générale. Lausanne: Librairie Payot &
Cie, 1916. Það mun þó engan veginn einfalt mál að finna því stað að Saussure hafi
fyrstur manna sagt þetta eða skrifað, eins og rakið er í nokkrum smáatriðum hjá
E.F.K. Koemer, Linguistic Historiography. Projects and Prospects. Amsterdam:
John Benjamins, 1999, bls. 184 o.áfr. Sumir telja líklegra að þetta sé frá Antoine
Meillet (Laurie Bauer, í samtali).
II