Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 14
HOSKULDUR ÞRAINSSON
afstaða hefur haft á rannsóknir málfræðinga og viðfangsefni. Nú snúum
við okkur að slíkum dæmum.9
Dæmi um áhrif af málfræðibyltingu Chomskys
Ahrifá setningafi-æði
Þegar \úð erum að rannsaka útdauð mál eða eldri málstig verðmn við að
láta okkur nægja þær heimildir sem eru til um málið eða málstigið og
reyna að lýsa þeim. Agætt dæmi um slíka lýsingu er bók Jóns Helgasonar
um málið á þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.10 Þar
eru tekin dæmi um ýmsar setningagerðir og stundum sagt að ein gerð
sé „alvanaleg“ en þó kannski hæpið að hún sé nomð eins víða og önnur
o.s.ffv.11
Aður en málfræðibylting Chomskys varð nomðu menn oft svipaðar
aðferðir við að lýsa semingagerð lifandi mála og dauðra. Þeir söfnuðu
þá dæmum um setningar í ritmáli eða (sjaldnar) talmáli, flokkuðu þær og
gerðu grein fyrir þtu sem þeir fundu. Nú er það hins vegar svo að þótt við
finnum ekki dæmi um tiltekna semingagerð í ákveðnum texta, vitum við
ekki með vissu hvort höfundur textans gæti borið sér hana í munn eða
ekki. Það gemr m.ö.o. verið tilviljun að semingagerðin finnst ekki í dærna-
safninu. En ef við hugsum um málið sem eitthvað sem málnotendur hafa
vald á og kunna, er alveg ástæðulaust að láta sér nægja að leita í textum eða
öðram heimildum til þess að komast að þH hvort tiltekin setningagerð
er tæk eða ótæk í viðkomandi máli EF ÞAÐ ER ENNÞÁ LIFANDI. Þá
berum við setningagerðina bara undir dóm málnotenda. Þetta er viður-
kennd aðferð meðal setningafræðinga síðan Chomsky gerði byltingu sína,
þ.e. efrir að málkunnáttufræðin varð til. Það liggur líka í augum uppi að
allir sem kunna eitthvert tungumál hafa rilfinningu fyrir því hvort tiltekin
seming er eðlileg í því máli eða ekki. Annars gæm þeir ekki leiðrétt börn
og útlendinga og í raun hvorki notað málið né skilið.12
9 Sjá líka umræðu hjá Höskuldi Þráinssyni, Setningar, Handbók um setningaffæði,
Islensk tunga III, ritstjóri og aðalhöfiindur Höskuldur Þráinsson, meðhöfundar
Eiríkur Rögnvaldsson, Jóhannes Gísli Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður
Sigurjónsdóttir og Þórunn Blöndal, Reykjavík: Almenna bókafelagið, 2005, bls. 5
o.áfr.
10 Jón Helgason, MáliðáNýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Safn Fræðafjelagsins 7.
Kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafjelag, 1929.
11 Sjá líka umræðu um þessa hluti hjá Höskuldi Þráinssyni, Setningar, bls. 5-15.
12 Þótt þetta virðist liggja algjörlega í augum uppi eru þó til málfræðingar sem
12