Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Page 17
UM HVAÐ SNYST MALIÐ?
Þessi regla segir að /l,m,n/ „verði“ órödduð á undan /p,t,k/. Með því að
setja fram hljóðkerfisreglu af þessu tagi íyrir íslensku eru menn þá ekki
bara að segja að /l,m,n/ hafi orðið órödduð á undan /p,t,k/ á einhverju
tilteknu stigi íslenskrar málsögu heldur sé þetta „lifandi regla“ í máli
Islendinga (eða meirihluta þeirra). Það merkir þá m.a. að hún gildir ekki
aðeins um framburð innlendra orða eins og hjálpa, heimta, fantnr, grænka,
mjólk o.s.frv. í máh þessara Islendinga heldur „beita“ þeir henni umsvifa-
laust á ný orð í málinu — og jafnvel þegar þeir eru að tala erlend mál, ef
þeir átta sig ekki á því að þar gildir þessi regla ekki. Þá segja þeir kannski
til dæmis mælk á dönsku eða milk á ensku með órödduðu /-hljóði þótt slíkt
hljóð eigi hvorki heima í dönsku né ensku. Regla af þessu tagi er þá hluti
af málkunnáttu þessara Islendinga og þess vegna hluti af málfræði sem
felur í sér lýsingu á þessari málkunnáttu. Tilraunir til þess að finna „lif-
andi reglur“, eða ferh, af þessu tagi voru lengi íýrirferðarmikið viðfangs-
efni hljóðkerfisfræðinga efrir að málkunnáttufræðin kom til sögunnar. Við
komum nánar að þeim síðar í tengslum við umræðu um málbreytingar.14
Ahrifá rannsóknir á máltöku bama og gildi þeirra
Rússneski málfræðingurinn Roman Jakobson skrifaði fræga bók árið 1941
um bamamál, málstol og almenn hljóðlögmál.1'’ Þar hélt hann því m.a.
fram að það væri ákveðin samsvömn á milli þeirra hljóða sem börn næðu
fyrst valdi á á máltökuskeiði, þeirra hljóða sem málstolssjúklingar misstu
síðast vald á og þeirra hljóða sem væm algengust í málum heimsins — og
yrðu jafhvel síst fyrir barðinu á hljóðbreytingum. Þótt þetta væri löngu
áður en Chomsky setti sínar kenningar fram má þó segja að þarna glytti í
það sjónarmið að það hvernig börn ná valdi á móðurmálinu geti sagt okkur
eitthvað um það hvers eðlis tungumálið er. Það höfðu auðvitað ýmsir haft
áhuga á barnamáli fyrr, en þeir horfðu þá frekar á það frá sjónarhóli sál-
fræðinnar. Armars átti bamamál ekkert sérstaklega upp á pallborðið hjá
formgerðarstefnumönnum af því að þeir horfðu á málið utan frá, ef svo
14 Hér gildir einu þótt nú sé meira í tísku (t.d. innan svokallaðrar bestunarkenningar
eða optimality theory) að lýsa hljóðafari tungumála með því að gera ráð fyrir tiltekn-
um hömlum (e. constraints) og minni áhersla sé lögð á að setja fram reglur á borð
við (4) sem leiða eitt form af öðru (sjá lauslega lýsingu á bestunarkenningunni hjá
Kristjáni Amasyni, Hljóð, Handbók um hljóðffæði og hljóðkerfisfræði, íslensk
tunga I, aðalhöfundur Kristján Amason, meðhöfundur Jörgen Pind, Reykjavík:
Almenna bókafélagið, 2005, bls. 96-98).
15 Roman Jakobson, Kindersprache, Aphasie und allgemeine Lautgesetze, Uppsölum,
1941.
!5