Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 18
HÖSKULDUR ÞRÁINSSON
má segja, voru að skoða hljóðkerfið sem sjálfstætt kerfi og hljóðkerfi bama
var fyrir þeim bara ófullkomið kerfi sem gæti að vísu verið skemmtilegt
athugunarefni í sjálfu sér. En það var ekki sérstakt áhugamál formgerð-
arstefuumanna að skoða hvemig böm ná valdi á hljóðkerfinu og þaðan af
síður hvernig þau ná tökum á setningagerðinni eða hvort það ferh getur
varpað einhverju ljósi á eðli málkunnáttunnar hjá fullorðnu fólki, enda var
málkunnáttan sem shk ekki í brennidepli hjá formgerðarstefuumönnum.
Þetta gjörbreyttist með tilkomu málkunnáttufræðinnar. Chomsky
hefur m.a.s. oft sagt að það sé eitt meginverkefni málvísindamanna að
reyna að skýra hvemig á því stendur að böm ná í aðalatriðum valdi á því
flókna kerfi sem mannlegt mál er á aldrinum 2-4 ára, aldursskeiði þegar
þau virðast ekki hafa nægilega vitsmuni til að gera mikið annað en það og
að ýmsu leyti minni vitsmunaþroska en simpansar til dæmis, s.s. þegar að
því kemur að leysa ýmsar þrautdr. Þetta gera þau þótt þau fái alls konar
misvísandi upplýsingar um tungumálið í þtn „sem er fyrir þeim haft“, eins
og það er stundum orðað, svo sem óheilar setningar, mismæh af ýmsu tagi
o.s.frv. Af því að málkunnáttan og eðh hennar er viðfangsefini þeimar mál-
fræði sem mótast af hugmyndum Chomskys, fá rannsóknir á bamamáli og
máltöku allt annað og meira vægi þar en áður. Þá er ekki bara verið að nýta
aðferðir málvísindanna til að gera grein fvnir máltökunni og einkennum
barnamáls heldur er líka litið á máltökuna og bamamálið sem vitnisburð
um málkunnáttuna. Bamamáhð er þannig ekki bara vitnisburður um sjálft
sig, einhvers konar ófullkomið mál sem getur verið gaman að skoða sem
fyndið fyrirbæri í sjálfu sér, heldur beinn vitnisburður um eðli málkunn-
áttunnar og hvað felst í því að tileinka sér hana. Þetta er meginástæðan
fyrir þeirri sprengingu sem hefur orðið í barnamálsrannsóknum á síðusm
30-40 ámm eða svo, hka hér á landi.16 Um leið hafa menn áttað sig á því
að „mistök“ í máltökunni em hkleg undirrót málbreytinga af ýmsu tagi,
eins og nánar verður vikið að síðar, og þar með ýmiss konar tilbrigða sem
geta hfað hhð við hlið um lengri eða skemmri tíma.
Ahrifá rannsóknir á ?náltapi eða ?nálstoli og gildi þei?Ta
Það sem nú var sagt um rannsóknir á bamamáli og máltöku á líka við tun
rannsóknir á málstoli eða afasíu, að breytm breytanda. Jakobson var á
16 Sjá t.d. bókarkafla Sigríðar Sigurjónsdóttur, „ Máltaka og setningafræði“ í bókinni
Setningar, Handbók um setningafræði, Islensk tunga III, ritstjóri og aðalhöfundur
Höskuldur Þráinsson, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2005, bls. 636-655.
ió