Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2008, Síða 19
UM HVAÐ SNÝST MÁLIÐ?
sínum tíma (1941) fyrst og fremst að athuga örlög mismunandi málhljóða
og ekki að skoða setningagerð hjá málstolssjúklingum, enda var hann
meiri áhugamaður um hljóðkerfi en setningagerð, eins og aðrir formgerð-
arstefnumenn. Ahugi á málstoli er auðvitað miklu eldri, en upphaflega
voru það þó læknar, sálfræðingar og aðrir slíkir sem voru að kanna það,
m.a. til þess að átta sig á því hvernig einstakir hlutar heilans skiptu með
sér verkum — t.d. hvar málsvæðin væru.1'
En þetta hefur Hka breyst á undanförnum áratugum. Nú hafa ýmsir
málfræðingar áhuga á því hvaða áhrif málstol og málfræðistol (e. agram-
matism) hefur t.d. á setningagerð þeirra sem fyrir því verða og hvort þau
áhrif geta sagt okkur eitthvað um eðli málkunnáttunnar, og þá eðh setn-
ingafræðikunnáttunnar sérstaklega. Menn eru þá ekki bara að skoða þessa
þætti sem áhugaverð fyrirbæri í sjálfu sér, t.d. frá læknisfræðilegu eða
sálfræðilegu sjónarmiði eða sjónarmiði talmeinafræðinnar, heldur beinlín-
is að rannsaka hvað þau geti sagt okkur um eðli málkunnáttunnar, t.d.
það hvernig réttast sé að lýsa setningagerð.18 Astæðan er sú að menn líta
á málfræðina almennt, og þar með talda setningafræðina, sem lýsingu
á málkunnáttunni og þess vegna getur allt sem varðar málkunnáttuna,
m.a.s. það hvernig við missum tök á henni, haft málfræðilegt gildi og
varpað ljósi á málið.
Ahrif á rannsóknir á málbreytingum
Loks má nefna að margir málfræðingar líta svo á að rannsóknir á máltöku
barna getá varpað ljósi á eðli málbreytinga því að margar málbreytingar,
eða flestar, og sumir segja jafnvel allar, eigi rót sína að rekja til þess að ný
kynslóð komi sér ekki upp sömu málkunnáttu (eða málfræði) og kynslóðin
á undan. Meðal frumkvöðla í þessari tegund málfræði má nefha David
Lightfoot.19 Þeir sem rannsaka máltöku sjá tdl dæmis oft að eitt af því sem
1' Sjá t.d. umræðu hjá Sigríði Magnúsdóttur og Höskuldi Þráinssyni, Málstol og
málfræðistol. Um heilastöðvar, máltruflanir og málfræði,“ Islenskt mál 10-11,
1990, bls. 85-124.
18 Sjá t.d. yfirlitskafla Sigríðar Magnúsdóttur, ,Málstol, málfræðistol og setninga-
fræði“ í bókinni Setningar, Handbók um setningaffæði, Islensk tunga III, ritstjóri
og aðalhöfundur Höskuldur Þráinsson, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2005,
bls. 656-670.
19 Sjá t.d. David Lightfoot, How New Languages Emerge, Cambridge: Cambridge
University Press, 2006, og rit sem þar er vísað til. Sjá líka viðtal Hallgríms Helga
Helgasonar, „Erfðalyklar tungumálsins. Viðtal við David Lightfoot,“ Morgunblaáib
9. september, 2007.